Styrktarsjóður EBÍ 2021

Málsnúmer 2103081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13.04.2021

Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) dags. 26.03.2021 þar sem athygli er vakin á að opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga í styrktarsjóð EBÍ. Til úthlutunar eru 5 mkr og er umsóknarfrestur til loka apríl.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn eða tillögum frá bæjarstjóra og deildarstjórum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 04.05.2021

Á 691. fundi bæjarráðs þann 13. apríl sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn eða tillögum frá bæjarstjóra og deildarstjórum vegna hugsanlegrar umsóknar í styrktarsjóð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) 2021. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 28.04.2021 þar sem fram kemur að Fjallabyggð fékk úthlutað úr sjóðnum á árinu 2020 fyrir verkefninu Álfhól. Fjallabyggð á því ekki rétt á styrk árið 2021 en skv. reglum úthlutunarsjóðs getur sveitarfélaga að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð sbr. 3. mgr, 3.gr..
Lagt fram