Bætt framsetning rekstrarupplýsinga.

Málsnúmer 2104016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13.04.2021

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra fjármála- og stjórnsýsludeildar, dags. 07.04.2021 þar sem lagt er til að sveitarfélagið taki í notkun stjórnendamælaborð sveitarfélaga, viðskiptagreindarlausn frá KPMG. Kostnaður á árinu 2021 er áætlaður kr. 1.407.400 miðað við að taka kerfi í notkun í júní.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við KPMG og vísar kostnaði vegna ársins 2021 til viðauka nr. 13/2021 að upphæð kr. 1.407.400.- við deild 21400 og lykil 4343 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu einnig til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.