Starfsmannamál í Tjarnarborg

Málsnúmer 1208088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 270. fundur - 11.09.2012

Niðurstaða menningarnefndar frá 5.9.2012 lögð fram til umræðu í bæjarráði en Diljá Helgadóttir nýráðinn forstöðumaður Tjarnarborgar hefur sagt upp starfi sínu.

Bæjarráð telur rétt í samræmi við ábendingar frá lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga að auglýsa starfið að nýju.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 272. fundur - 02.10.2012

Á 56. fundi menningarnefndar, 1. október s.l. var farið yfir umsóknir vegna starfs í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
Um 50% starf forstöðumanns sóttu:
Hafdís Ósk Kristjánsdóttir,
Guðlaugur Magnús Ingason,
Anna Jenný Jóhannsdóttir,
Anna María Guðlaugsdóttir og
Elín Elísabet Hreggviðsdóttir.

Menningarnefnd lagði til að Anna María Guðlaugsdóttir yrði ráðin í 50% starf forstöðumanns Menningarhússins Tjarnarborgar.

Bæjarráð samþykkir tillögu menningarnefndar.