Öryggi barna í umferðinni

Málsnúmer 1209117

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 272. fundur - 02.10.2012

Á fundi foreldrafélags leikskólans Leikhóla 24. september s.l. var samþykkt að senda áskorun til bæjarstjórnar Fjallabyggðar, þess efnis að fleiri hraðahindranir yrðu settar upp á götum bæjarins til að auka öryggi barna í umferðinni. Einnig samþykkti fundurinn að beina því til bæjarstjórnar að hafinn yrði áróður sem beindist að ökumönnum um að sýna aðgæslu í umferðinni,vegna þess mikla fjölda barna sem er á ferðinni um götur bæjarins án fylgdar fullorðinna,bæði gangandi og hjólandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í tengslum við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fjallabyggð sem er nú í vinnslu.