Bæjarráð Fjallabyggðar

263. fundur 17. júlí 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Beiðni um heimild til bílaskipta

Málsnúmer 1207032Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar og bæjarverkstjóri óska heimildar til að skipta á vatnsveitubíl, VW Caravelle OP-791, sem er pallbill, fyrir lokaðan sendiferðabíl, sem hentar betur fyrir flutning á tækjum og tólum í öllum veðrum.
Bæjarráð samþykkir erindið.

2.Fasteignamat 2013

Málsnúmer 1207004Vakta málsnúmer

Í erindi frá Þjóðskrá Íslands eru kynntar niðurstöður endurmats fasteigna sem gildir fyrir 2013 og er veittur frestur til 1. ágúst n.k. til athugasemda.
Hækkun heildarfasteignamats í Fjallabyggð milli áranna 2012 og 2013 er 12,9% vegna fasteigna og 12,2% vegna landmats.  Álagningarbreyting miðað við óbreytta gjaldskrá er um 27 milljónir.
Fasteignamat í landinu hækkar um 7,4% frá síðasta ári.

3.Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1207025Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nefndin hafi yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2011 og fjárhagsáætlanir fyrir árin 2012-2013.
Með tilvísun til 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 502/2012, er það mat nefndarinnar að fjármál sveitarfélagsins þarfnist frekari skoðunar þar sem samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A- og B- hluta í reikningsskilum séu hærri á ofangreindu tímabili, en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum.
Óskar eftirlistnefndin eftir frekari gögnum þar sem veitufyrirtæki sveitarfélagsins er undanskilið áður en úrskurðað verður endanlega um hvort sveitarfélagið uppfylli ákvæði 64. gr. sveitarstjórnarlaga. Samkvæmt upplýsingum skrifstofu- og fjármálastjóra hafa umbeðið gögn verið afhent.
Hækkun lífeyrisskuldbindinga 2011 umfram það sem áætlun gerði ráð fyrir er aðalskýring á því að heildarútgjöld umfram tekjur eru 34 milljónir á tímabilinu.
Sveitarstjórnir sem uppfylla ekki fjárhagsleg viðmið skulu fyrir 1. september 2012, hafa samþykkt áætlun um hvernig þau hyggist ná þeim.

4.Nýsköpun í opinberum rekstri

Málsnúmer 1207035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi samþykkti á fundi sínum 29. júní s.l. að sambandið gerðist aðili að samstarfsverkefni þar sem hvatt er til nýsköpunar og þróunarverkefna í starfsemi ríkis og sveitarfélaga.
Ákveðið hefur verið að halda nýsköpunarráðstefnu 30. október n.k. í Reykjavík.
Er það von sambandsins að sveitarfélögin muni taka þessu framtaki vel.
Bæjarráð bendir forstöðumönnum sveitarfélagsins á að kynna sér vefsíðu verkefnisins, www.nyskopunarvefur.is

5.Tækifærisvínveitingaleyfi fyrir Bátahúsið á Siglufirði

Málsnúmer 1207011Vakta málsnúmer

Lagt fram til formlegrar staðfestingar svar bæjarstjóra við erindi frá Sýslumanninum á Siglufirði, vegna um umsóknar um tækifærisvínveitingaleyfi fyrir Bátahúsið á Siglufirði í tengslum við tónleika á dagskrá Þjóðlagahátíðar.
Bæjarráð staðfestir að ekki hafi verið gerð athugasemd við umsókn.

6.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 1202007Vakta málsnúmer

Fundargerð 798. fundar frá 29. júní 2012 lögð fram til kynningar.

7.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1201046Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 26. júní 2012 lögð fram til kynningar.

8.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 4

Málsnúmer 1206006FVakta málsnúmer

Bæjarráð þakkar ungmennaráði góðar ábendingar.
Sjá heimasíðu sveitarfélagsins.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 4
    Farið yfir niðustöður íbúafundar ungmenna frá 9. maí 2012 og undirbúin kynning fyrir bæjarstjórn Fjallabyggðar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 4. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum</DIV>

9.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 53

Málsnúmer 1206007FVakta málsnúmer

Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.

  • 9.1 1206031 Ráðningar í Menningarhúsið Tjarnarborg
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 53




    Farið yfir umsóknir vegna starfa í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Eftirfarandi aðilar sóttu um 50% ræstingastarf:

    Aldís Vala Gísladóttir

    Elín Elísabet Hreggviðsdóttir

    Guðlaugur Magnús Ingason

     

    Menningarnefnd leggur til að Elín Elísabet Hreggviðsdóttir verði ráðin í 50% ræstingarstarf.

     

    Þeir sem sóttu um 50% starf forstöðumanns eru:

    Hafdís Ósk Kristjánsdóttir

    Diljá Helgadóttir

    Guðlaugur Magnús Ingason

    Kristinn J. Reimarsson

     

    Kristinn J. Reimarsson dró umsókn sína til baka.

     

    Menningarnefnd leggur til að Diljá Helgadóttir verði ráðin í 50% starf forstöðumanns Menningarhússins Tjarnarborgar. Ásdís Pálmadóttir situr hjá.

     

     

     

     
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 9.2 1206032 Nýting fjármagns til náttúrugripasafnsins frá fjárlaganefnd Alþingis
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 53
    Fjallabyggð hefur fengið framlög á fjárlögum Alþingis 2009, 2010 og 2011 alls kr. 2.2 milljónir til Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði sem ekki hefur verið nýtt. Umræður um ýmsar tillögur um nýtingu fjármagnsins og fræðslu- og menningarfulltrúa falið að vinna úr þeim.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 9.3 1205066 Rekstraryfirlit 30. apríl 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 53
    Farið yfir rekstraráætlun janúar - apríl 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 9.4 1206030 Alþýðuhúsið, teikningar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 53
    Teikningar lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 9.5 1205004 17. júní hátíðarhöld
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 53
    Rætt um fyrirkomulag hátíðarhaldanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 9.6 1206013 Leiksýning Leikfélagsins Lottu sumarið 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 53
    Til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 9.7 1206065 Beiðni Dalvíkurbyggðar um að fá að sýna listaverk í eigu Fjallabyggðar í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 53
    Menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lána Dalvíkurbyggð listaverk í eigu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139

Málsnúmer 1206011FVakta málsnúmer

Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir leyfi til endurgerðar og útlitsbreytinga á húseigninni Aðalgötu 2, Siglufirði skv. meðfylgjandi greinargerð og teikningu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sækir um að breyta Alþýðuhúsinu við Þormóðsgötu 13 úr samkomuhúsi í íbúðarhús og vinnustofu samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Jóhann Helgason, Vesturgötu 14 Ólafsfirði, kemur á framfæri í erindi sínu áhyggjum hvað varðar hnignun á ásýnd sveitarfélagsins, þá sérstaklega í Ólafsfirði og óskar eftir því að bæjarráð hlutist um að beina því til fyrirtækja og einstaklinga að viðhalda eignum sínum og hirða um lóðir sínar.

    Beri það ekki árangur þá hjóti sveitarfélagið að grípa til þeirra aðgerða sem það hefur svigrúm til samkvæmt samþykktum lögum og reglugerðum, meðal annars til þess að gæta jafnræðis meðal íbúanna.
    Nefndin þakkar erindið og bendir á að búið er að senda bréf til allra fyrirtækja í sveitarfélaginu þar sem þau eru hvött til þess að halda sínum svæðum ávallt snyrtilegum og hreinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Hestamannfélagið Gnýfari óskar eftir að fá að hefja framkvæmdir við reiðveg frá afleggjara að borholum Norðurorku í landi Skeggjabrekku og fram að Garðsá í Ólafsfirði. Verkefnið er samstarfsverkefni Fjallabyggðar og Gnýfara.
     
    Erindi frestað.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Þóri Kr. Þórissyni f.h. 580 slf. vegna reksturs gististaðanna The Herring house að Hávegi 5 og Hlíðarvegi 1 á Siglufirði.
     
    Þar sem um nýja staði er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5 gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.
     
    Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.
     
    Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur f.h. Iðngarða Siglufjarðar ehf. vegna reksturs Gistihúss Jóa að Strandgötu 2, Ólafsfirði.
     
    Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. III. flokki 5 gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistiheimili með veitingum þó ekki áfengisveitingum.
     
    Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.
     
    Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Elín Þorsteinsdóttir f.h. Júlíusar Helga Sigurjónssonar sækir um leyfi til að breyta ytra útliti Gundargötu 14 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Elín Þorsteinsdóttir f.h. Unnars Más Péturssonar sækir um leyfi til að breyta ytra útliti Túngötu 40a samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Gunnar Lúðvík Jóhannsson sækir um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús við fiskeldi að Hlíð í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 10.10 1206082 Lóðarleigusamningur
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Lagður fram lóðarleigusamningur vegna stækkunar á lóðinni við Norðurgötu 16.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Lagður fram lóðarleigusamningur vegna minnkunar á lóðinni við Vetrarbraut 21-23.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139
    Umhverfisráðuneytið hefur að undarförnu unnið að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs gefur ráðherra út til tólf ára í senn almenna áætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir landið allt.
    Ráðuneytið gaf síðastliðið haust almenningi, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi efni landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Samhliða fundaði ráðuneytið með fjölmörgum aðilum um fyrirhugaða landsáætlun um úrgang. Ráðuneytið hefur nú unnið úr framkomnum hugmyndum og gert drög að landsáætlun um úrgang.
    Hér með er yður veittur kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir varðandi drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Óskað er eftir að umsögn berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst 2012.
    Drög að landsáætluninni má finna á vefsíðu ráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is og vefsíðu Umhverfisstofnunar, www.umhverfisstofnun.is.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140

Málsnúmer 1207003FVakta málsnúmer

Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
    Sigurður Valur Ásbjarnarson fyrir hönd Fjallabyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bráðabirgðavegar upp í Fífladali vegna upptakastoðvirkjaframkvæmda.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
    Jón Andrjes Hinriksson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf sækir um leyfi til að setja upp skilti (vegvísi) sem vísar á bensínstöð Olís á Siglufirði við gatnamót Snorragötu og Gránugötu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
    Eigandi fasteignarinnar að Lindargötu 22 Siglufirði sendi inn erindi þar sem hann kemur á framfæri áhyggjum af því að húseignin að Lindargötu 22 sé að skemmast vegna vanhirðu áfasts húss sunnan þess (Lindargötu 24). Biður eigandinn því um að skoðað verði hvernig hægt sé að knýja fram úrbætur, til að mynda á grundvelli greinar 2.9.2 byggingarreglugerðar svo tryggt verði að eignin að Lindargötu 22 verði ekki fyrir skemmdum.
     
    Nefndin felur tæknideild að senda bréf til þess að knýja fram úrbætur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 140
    Ásgrímur Pálmason fyrir hönd hestamannafélagsins Gnýfara óskar eftir að fá að hefja framkvæmdir við reiðveg frá afleggjara að borholum Norðurorku í landi Skeggjabrekku og fram að Garðsá í Ólafsfirði.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum

12.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 9

Málsnúmer 1206009FVakta málsnúmer

Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.
  • 12.1 1206075 Undirbúningur vegna forsetakosninga
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 9
    Lögð fram þrjú eintök af kjörskrá, undirritaðar af bæjarstjóranum, Sigurði V Ásbjarnarsyni.
    Á kjörskrá í Ólafsfjarðardeild eru 320 karlar og 290 konur eða samtals 610 einstaklingar.

    Kjörfundur verður að Ægisgötu 13 (Menntaskólanum á Tröllaskaga) og hefst hann kl. 10.00.
    Undirkjörstjórn mun mæta kl. 08.30 til undirbúnings.

    Formaður mun sjá um að koma upp kjörklefum og útvega dyraverði.
    Formaður sér um ritun gerðarbókar á kjörstað.



    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum

13.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 10

Málsnúmer 1207002FVakta málsnúmer

Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.
  • 13.1 1207007 Forsetakosningar 30. júní 2012
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 10
    Farið var yfir aðstæður og kjördagur undirbúinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum

14.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 17

Málsnúmer 1206012FVakta málsnúmer

Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.
  • 14.1 1206090 Undirbúningur vegna forsetakosninga
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 17
    Rætt um breytta tilhögun við dyravörslu.  Dyravörðum verður fækkað um einn og verða því tveir, það er í anddyri og við inngöngudyr.
    Félag eldri borgara hefur tekið að sér dyravörsluna og sér um að skipuleggja hana í samráði við formann kjörstjórnar, en honum var falið af bæjarráði að sjá um nýja tilhögun.

    Hugmynd að vaktatöflu lögð fram og rædd.
    Almenna umræður um reynslu fyrri kosninga.

    Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 29. júní nk. kl. 17.00 á sama stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum

15.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 18

Málsnúmer 1207001FVakta málsnúmer

Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.
  • 15.1 1207002 Forsetakosningar 30. júní 2012
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 18
    Farið var yfir helstu atriði kosningarframkvæmdar.
    Settar upp leiðbeiningar og merkingar á kjörstað.
    Gengið frá ýmsu, þannig að kosningar geti gengið sem best fyrir sig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar staðfest á 262. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum

Fundi slitið - kl. 19:00.