Fasteignamat 2013

Málsnúmer 1207004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 263. fundur - 17.07.2012

Í erindi frá Þjóðskrá Íslands eru kynntar niðurstöður endurmats fasteigna sem gildir fyrir 2013 og er veittur frestur til 1. ágúst n.k. til athugasemda.
Hækkun heildarfasteignamats í Fjallabyggð milli áranna 2012 og 2013 er 12,9% vegna fasteigna og 12,2% vegna landmats.  Álagningarbreyting miðað við óbreytta gjaldskrá er um 27 milljónir.
Fasteignamat í landinu hækkar um 7,4% frá síðasta ári.