Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

139. fundur 27. júní 2012 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir varamaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Ægir Bergsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
  • tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Aðalgata 2, Siglufirði

Málsnúmer 1203018Vakta málsnúmer

Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir leyfi til endurgerðar og útlitsbreytinga á húseigninni Aðalgötu 2, Siglufirði skv. meðfylgjandi greinargerð og teikningu.

 

Erindi samþykkt.

2.Alþýðuhúsið, teikningar

Málsnúmer 1206030Vakta málsnúmer

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sækir um að breyta Alþýðuhúsinu við Þormóðsgötu 13 úr samkomuhúsi í íbúðarhús og vinnustofu samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

3.Ásýnd sveitarfélagsins

Málsnúmer 1205075Vakta málsnúmer

Jóhann Helgason, Vesturgötu 14 Ólafsfirði, kemur á framfæri í erindi sínu áhyggjum hvað varðar hnignun á ásýnd sveitarfélagsins, þá sérstaklega í Ólafsfirði og óskar eftir því að bæjarráð hlutist um að beina því til fyrirtækja og einstaklinga að viðhalda eignum sínum og hirða um lóðir sínar.

Beri það ekki árangur þá hjóti sveitarfélagið að grípa til þeirra aðgerða sem það hefur svigrúm til samkvæmt samþykktum lögum og reglugerðum, meðal annars til þess að gæta jafnræðis meðal íbúanna.

Nefndin þakkar erindið og bendir á að búið er að senda bréf til allra fyrirtækja í sveitarfélaginu þar sem þau eru hvött til þess að halda sínum svæðum ávallt snyrtilegum og hreinum.

4.Beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg

Málsnúmer 1206072Vakta málsnúmer

Hestamannfélagið Gnýfari óskar eftir að fá að hefja framkvæmdir við reiðveg frá afleggjara að borholum Norðurorku í landi Skeggjabrekku og fram að Garðsá í Ólafsfirði. Verkefnið er samstarfsverkefni Fjallabyggðar og Gnýfara.

 

Erindi frestað.

 

 

5.Beiðni um umsögn vegna umsóknar á rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206055Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Þóri Kr. Þórissyni f.h. 580 slf. vegna reksturs gististaðanna The Herring house að Hávegi 5 og Hlíðarvegi 1 á Siglufirði.

 

Þar sem um nýja staði er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5 gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.

 

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

 

Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

6.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstraleyfi

Málsnúmer 1206056Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur f.h. Iðngarða Siglufjarðar ehf. vegna reksturs Gistihúss Jóa að Strandgötu 2, Ólafsfirði.

 

Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. III. flokki 5 gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistiheimili með veitingum þó ekki áfengisveitingum.

 

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

 

Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

7.Grundargata 14 - breytingar á ytra útliti

Málsnúmer 1206045Vakta málsnúmer

Elín Þorsteinsdóttir f.h. Júlíusar Helga Sigurjónssonar sækir um leyfi til að breyta ytra útliti Gundargötu 14 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

8.Túngata 40a - breytingar á ytra útliti

Málsnúmer 1206046Vakta málsnúmer

Elín Þorsteinsdóttir f.h. Unnars Más Péturssonar sækir um leyfi til að breyta ytra útliti Túngötu 40a samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1206049Vakta málsnúmer

Gunnar Lúðvík Jóhannsson sækir um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús við fiskeldi að Hlíð í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

10.Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 1206082Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur vegna stækkunar á lóðinni við Norðurgötu 16.

 

Erindi samþykkt.

11.Lóðarleigusamningur, Vetrarbraut 21-23

Málsnúmer 1206083Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur vegna minnkunar á lóðinni við Vetrarbraut 21-23.

 

Erindi samþykkt.

12.Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024

Málsnúmer 1206053Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið hefur að undarförnu unnið að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs gefur ráðherra út til tólf ára í senn almenna áætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir landið allt.
Ráðuneytið gaf síðastliðið haust almenningi, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi efni landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Samhliða fundaði ráðuneytið með fjölmörgum aðilum um fyrirhugaða landsáætlun um úrgang. Ráðuneytið hefur nú unnið úr framkomnum hugmyndum og gert drög að landsáætlun um úrgang.
Hér með er yður veittur kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir varðandi drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Óskað er eftir að umsögn berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst 2012.
Drög að landsáætluninni má finna á vefsíðu ráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is og vefsíðu Umhverfisstofnunar, www.umhverfisstofnun.is.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.