Bæjarráð Fjallabyggðar

236. fundur 15. nóvember 2011 kl. 16:15 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Breyting á nefndarskipan

Málsnúmer 1111028Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var ákveðið að vísa tillögu og óskum um breytingar á skipan byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Samfylkingin á Siglufirði óskar eftir fulltrúa í umrædda nefnd og að aðalmaður verði Jakob Kárason og varamaður hans verði Jón Tryggvi Jökulsson.

Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Bókun frá meirihluta: Þar sem nýlega var skipað í umrædda nefnd, og skipunin var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn, telur meirihlutinn ekki ástæðu til breytinga. Þess má geta að Jakob Kárason er varamaður í nefndinni.

2.Kirkjugarður 1. áfangi

Málsnúmer 1110035Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar hefur látið fara fram verðkönnun á 1. áfanga framkvæmda jarðvinnu við kirkjugarð við Ráeyrarveg í Siglufirði, í samræmi við útboðs og verklýsingu, meðfylgjandi uppdrætti og tilboðsskrá frá Kanon arkitektum ehf.
Lægsta tilboðið kr. 5.886.000.- átti Árni Helgason ehf.

Bæjarráð samþykkir að verkið fari fram og að gert verði ráð fyrir viðbótarfjárveitingu til verksins í fjárhagsáætlun 2012, að upphæð 4,4 m.kr.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um styrk vegna safns

Málsnúmer 1111019Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sækir um styrk til að kaupa húsnæði og koma á fót safni í Námuvegi 2.
Safnið mun tengjast sögulegum gömlum munum og er gert ráð fyrir að safnið opni í apríl á næsta ári. Óskað er eftir 4 m.kr. styrk til að koma safninu af stað. Þar sem fram hefur komið, í samtali Sigurjóns Magnússonar og bæjarráðs, að uppsetning og fjármögnun safnsins tengist úrlausn á öðrum umsvifum Sigurjóns í Námuvegi 2, þá telur bæjarráð rétt að hinkra eftir umsögn, úttekt og tillögum frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi starfsemina.
Bæjarráð samþykkir því samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins þangað til umsögn AFE hefur borist.
Undir þessum lið telur bæjarráð rétt að benda á reglur Fjallabyggðar um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.
Reglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar.

4.Erindisbréf fyrir starfshóp um byggingaframkvæmdir vegna stækkunar grunnskóla í Ólafsfirði og á Siglufirði

Málsnúmer 1111030Vakta málsnúmer

Byggingarnefnd grunnskóla Fjallabyggðar hefur farið yfir og komið fram með ábendingar er varðar lagfæringar á erindisbréfi nefndarinnar.

Um er að ræða lagfæringar á 2.gr. sjá fyrsta og annan tölulið, er tekur á viðfangsefnum starfshópsins.

Einnig 5. gr. er tekur á tímasetningum framkvæmda.

Bæjarráð samþykkir fram komnar breytingar, en hvetur nefndina til að miða við framkomnar teikningar og þar með byggingaráform bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

5.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Niðurstaða bæjarráðs er að taka tillit til framkominna ábendinga.

Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar um tónskóla og félagsmiðstöð í Tjarnarborg.

Rætt um styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Gnýfara er tengist gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöldum og kaldavatnsinntaki af nýrri reiðskemmu að upphæð 2,9 milljónir.
Bæjarráð tekur rétt að vísa framkominni ósk til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.

6.Launayfirlit janúar - október 2011

Málsnúmer 1111040Vakta málsnúmer

Skrifstofu-og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar og samantekt um launamál bæjarfélagsins fyrir tímabilið janúar - október.

Lagt fram til kynningar.

7.Ársfundur Vinnumálastofnunar 2011

Málsnúmer 1111038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund sem haldinn verður 16. nóvember í Háskólanum í Reykjavík.

8.Bókakaffi og upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði

Málsnúmer 1111039Vakta málsnúmer

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram bréf undirritað af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Klöru Mist Pálsdóttur.
Í bréfinu koma fram hugleiðingar þeirra um bókakaffi og upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur vel í slíkar hugmyndir og verði ákveðið að gera breytingar á rekstri bókasafnsins í Ólafsfirði þá verði m.a. kannað hvaða aðilar gætu tekið að sér slíkt verkefni í samstarfi við bæjarfélagið.
Bæjarráð óskar álits forstöðumanns bókasafnsins til þessara hugmynda.

9.Úthlutun framlaga vegna sölu félagslegra íbúða

Málsnúmer 1110091Vakta málsnúmer

Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram samantekt upplýsinga er tengjast sölu íbúða Fjallabyggðar þ.e. fyrir Laugaveg 37, Ægisgötu 32, Hvanneyrarbraut 58 og Hafnargötu 24.

10.150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar

Málsnúmer 1109001Vakta málsnúmer

Lagðar fram bestu þakkir fyrir stuðning Fjallabyggðar við afmælishátíð sr. Bjarna Þorsteinssonar frá undirbúningsnefnd.

Fundi slitið - kl. 19:00.