150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar

Málsnúmer 1109001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.09.2011

Á fund bæjarráðs komu sr. Sigurður Ægisson og Örlygur Kristfinnsson til að kynna hugmynd um borgarafund 14. október nk. vegna 150 ára afmælis sr. Bjarna Þorsteinssonar. 
Þeir eru að leita eftir samvinnu Fjallabyggðar, Þjóðlagaseturs, Siglufjarðarkirkju og Síldarminjasafnsins um dagskrá og bjóðast til að sjá um framkvæmd a.m.k. að vissu marki.


Formaður bæjarráðs bauð sr. Sigurð Ægisson og Örlyg Kristfinnsson velkomna til fundar við bæjarráð.

Bæjarstjóri hafði að þessu tilefni boðað fræðslu- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar á fundinn, til að taka þátt í umfjöllun málsins. Eftir góðar umræður telur bæjaráð rétt að fela fræðslu og menningarfulltrúa að halda utan um hlut bæjarfélagsins í dagskrá sem haldin verður á fæðingadagi séra Bjarna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 236. fundur - 15.11.2011

Lagðar fram bestu þakkir fyrir stuðning Fjallabyggðar við afmælishátíð sr. Bjarna Þorsteinssonar frá undirbúningsnefnd.