Bókakaffi og upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði

Málsnúmer 1111039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 236. fundur - 15.11.2011

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram bréf undirritað af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Klöru Mist Pálsdóttur.
Í bréfinu koma fram hugleiðingar þeirra um bókakaffi og upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur vel í slíkar hugmyndir og verði ákveðið að gera breytingar á rekstri bókasafnsins í Ólafsfirði þá verði m.a. kannað hvaða aðilar gætu tekið að sér slíkt verkefni í samstarfi við bæjarfélagið.
Bæjarráð óskar álits forstöðumanns bókasafnsins til þessara hugmynda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 244. fundur - 31.01.2012

Lögð fram tvö bréf. Hið fyrra er dagsett 9. janúar og er undirritað af forstöðumanni Bóka og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og er umbeðið álit til bæjarráðs á "hugleiðingum um bókakaffi og upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði"

Í niðurlagi bréfsins kemur fram það álit forstöðumannsins til bæjarráðs að ráðlegt sé að leita annarra leiða til að leysa húsnæðisvanda bókasafnsins í Ólafsfirði, áður en farið er í nánari útfærslu á þeim hugmyndum sem fram koma í áliti þessu.

Síðara bréfið er dagsett 30. janúar og er undirritað af fyrirspyrjendum og eigendum að Strandgötu 2 í Ólafsfirði.

Bréfritari fer yfir umbeðið álit, en leggur í lok bréfsins áherslu á jákvæð viðbrögð og þá von að aðilar setjist niður og ræði málin frekar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra hugmyndina ásamt hlutaðeigandi starfsmönnum Fjallabyggðar og eigendum Strandgötu 2.

Bjarkey vék af fundi undir þessum lið.