Umsókn um styrk vegna safns

Málsnúmer 1111019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 236. fundur - 15.11.2011

Sigurjón Magnússon fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sækir um styrk til að kaupa húsnæði og koma á fót safni í Námuvegi 2.
Safnið mun tengjast sögulegum gömlum munum og er gert ráð fyrir að safnið opni í apríl á næsta ári. Óskað er eftir 4 m.kr. styrk til að koma safninu af stað. Þar sem fram hefur komið, í samtali Sigurjóns Magnússonar og bæjarráðs, að uppsetning og fjármögnun safnsins tengist úrlausn á öðrum umsvifum Sigurjóns í Námuvegi 2, þá telur bæjarráð rétt að hinkra eftir umsögn, úttekt og tillögum frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi starfsemina.
Bæjarráð samþykkir því samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins þangað til umsögn AFE hefur borist.
Undir þessum lið telur bæjarráð rétt að benda á reglur Fjallabyggðar um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.
Reglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar.