Breyting á nefndarskipan

Málsnúmer 1111028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 09.11.2011

Samþykkt var með 9 atkvæðum að taka á dagskrá bæjarstjórnar, breytingu á nefndarskipan í byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögu um breytingu á skipan byggingarnefndar Gunnskóla Fjallabyggðar til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 236. fundur - 15.11.2011

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var ákveðið að vísa tillögu og óskum um breytingar á skipan byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Samfylkingin á Siglufirði óskar eftir fulltrúa í umrædda nefnd og að aðalmaður verði Jakob Kárason og varamaður hans verði Jón Tryggvi Jökulsson.

Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Bókun frá meirihluta: Þar sem nýlega var skipað í umrædda nefnd, og skipunin var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn, telur meirihlutinn ekki ástæðu til breytinga. Þess má geta að Jakob Kárason er varamaður í nefndinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 07.02.2012

Lagt fram erindi frá Sólrúnu Júlíusdóttur bæjarfulltrúa fyrir hönd minnihluta.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áheyrnarfulltrúi í byggingarnefnd grunnskóla Fjallabyggðar verði Jón Tryggvi Jökulsson, aðalmaður og Jakob Kárason til vara. 
Samþykkt samhljóða.