Bæjarráð Fjallabyggðar

216. fundur 31. maí 2011 kl. 17:30 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Framtíð sparisjóðanna - samstarf og sameiningar

Málsnúmer 1105123Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Afls sparisjóðs og Sparisjóðs Ólafsfjarðar, þeir Ólafur Jónsson og Helgi Jóhannsson og upplýstu fundarmenn um stöðu mála.
Bæjarráð telur rétt að fylgjast náið með framvindu málsins.

2.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði - heimild til niðurrifs

Málsnúmer 1103013Vakta málsnúmer

Umsögn hefur borist frá Fornleifavernd ríkisins, Sigurði Bergsteinssyni minjaverði Norðurlands eystra, varðandi Kirkjuveg 4, Ólafsfirði, þar sem lagst er gegn því að húsið við Kirkjuveg 4 verði rifið og er vonast til þess að gert verði við það og því fundið verðugt hlutverk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram með þær hugmyndir sem fram komu á fundi bæjarráðs í ljósi umsagnar Fornleifaverndar ríkisins og komi með tillögu til bæjarráðs.

3.Samningur um uppbyggingu á Golfvellinum í Skeggjabrekku í Ólafsfirði

Málsnúmer 1105135Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi við Golfklúbb Ólafsfjarðar vegna uppbyggingar golfvallar í Skeggjabrekku.
Um er að ræða framkvæmdastyrk að upphæð 12 milljónir, sem greiðist með 4 jöfnum afborgunum á tímabilinu 2011 til 2014.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Verði hann samþykktur af bæjarstjórn er honum vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

4.Síldarævintýrið 2011

Málsnúmer 1105156Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að verksamningi vegna Síldarævintýrisins við félag um Síldarævintýrið á Siglufirði.
Einnig er til umfjöllunar minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um skiptingu verkþátta vegna hátíðarinnar milli verkkaupa og verksala.
Þar kemur fram, að fyrir utan verksamning upp á 2 milljónir er annar kostnaður sveitarfélagsins áætlaður 1,5 milljónir.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi verksamning og felur bæjarstjóra að samþykkja.

5.Starfssamningur

Málsnúmer 1105142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag vegna starfa Óla Hjálmars Ingólfssonar, sem flyst yfir í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar 1. október 2011. Starfsmaður verður í launalausu fríi frá 7. júlí til 30. september.

6.Varðar Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Oddsson fyrir hönd eigenda að Aðalgötu 32 Siglufirði óskar í bréfi sínu frá 22. maí .sl. eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna tjóns sem hann telur að sveitarfélagið hafi valdið eigendum með afgreiðslu á klæðningarumsókn.
Lagt fram álit lögmanns sveitarfélagsins á málinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að að ræða við fulltrúa eigenda.

7.Norrænt vinabæjasamstarf

Málsnúmer 1105136Vakta málsnúmer

Seinasta vinabæjarmót, Karlskrona í Svíþjóð, Horten í Noregi, Lovisa í Finnlandi og Ólafsfjarðarkaupstaðar frá fyrri tíð, var haldið í Svíþjóð 2010.
Þá var til umræðu framtíð vinabæjasamstarfsins og hlutverk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við formenn norrænu félaganna í sveitarfélaginu um sýn þeirra á aðkomu sveitarfélagsins að núverandi vinabæjasamstarfi.

8.Nethögun - skipulag fyrir stofnanir sveitarfélagsins

Málsnúmer 1105103Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi við Tengi um fjarskiptaþjónustu með ljósleiðarasambandi og samstarfssamningur um lagningu ljósleiðara um Ólafsfjörð og Siglufjörð til tengingar fyrir sveitarfélagið, fyrirtæki og heimili.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.  Verði hann samþykktur af bæjarstjórn er honum vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

9.Umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1104069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál.

10.Fjárhagsupplýsingar - skil 1. ársfjórðungs

Málsnúmer 1105160Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar kennitölur úr rekstri A-hluta sveitarfélagsins janúar - mars 2011.

11.Viljayfirlýsing Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1105012Vakta málsnúmer

Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing bæjarstjóra Fjallabyggðar og skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga um aðgengi skólans að íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins og samvinnu um starfrækslu íþrótta- og útivistarbrautar við Menntaskólann á Tröllaskaga.

12.Æfingaáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 1105019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar æfingaáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar.

13.Kynningarfundur um öldrunarmál 31. maí 2011

Málsnúmer 1105151Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Fundur deildarstjóra Fjallabyggðar 17.05.2011

Málsnúmer 1105116Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti félagsmálastjóri.
Félagsmálastjóri lagði fram minnisblað og fór yfir verkefnastöðu.

Bæjarráð þakkaði góða yfirferð.

Fundi slitið - kl. 19:00.