Síldarævintýrið 2011

Málsnúmer 1105156

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 216. fundur - 31.05.2011

Fyrir bæjarráði liggja drög að verksamningi vegna Síldarævintýrisins við félag um Síldarævintýrið á Siglufirði.
Einnig er til umfjöllunar minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um skiptingu verkþátta vegna hátíðarinnar milli verkkaupa og verksala.
Þar kemur fram, að fyrir utan verksamning upp á 2 milljónir er annar kostnaður sveitarfélagsins áætlaður 1,5 milljónir.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi verksamning og felur bæjarstjóra að samþykkja.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.09.2011

Lagðar fram upplýsingar um fjárhagsstöðu verkefnisins og skýrsla um undirbúning og framkvæmd Síldarævintýrisins árið 2011.

Bæjarráð vill nota tækifærið og þakka stjórn fyrir vel framsetta dagskrá og stórgóða stjórn á viðburðum sem stóðu frá 21. - 31. júlí í ár.

Fjárhagsniðurstaðan var í samræmi við væntingar og gott aðhald.

Lagt fram til kynningar.