Samningur um uppbyggingu á Golfvellinum í Skeggjabrekku í Ólafsfirði

Málsnúmer 1105135

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 216. fundur - 31.05.2011

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi við Golfklúbb Ólafsfjarðar vegna uppbyggingar golfvallar í Skeggjabrekku.
Um er að ræða framkvæmdastyrk að upphæð 12 milljónir, sem greiðist með 4 jöfnum afborgunum á tímabilinu 2011 til 2014.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Verði hann samþykktur af bæjarstjórn er honum vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 224. fundur - 03.08.2011

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur.