Bæjarráð Fjallabyggðar

215. fundur 24. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Aðalfundur Flokkunar Eyjafjarðar ehf. 31. maí 2011

Málsnúmer 1105109Vakta málsnúmer

Aðalfundur Flokkunar Eyjafjarðar ehf. verður haldinn á Hótel KEA Akureyri, þriðjudaginn 31. maí 2011 kl. 14.00.

Eignarhlutur Fjallabyggðar er 3.29%, sem kemur frá starfsemi Sorpeyðingar Eyjafjarðar, sem varð að Flokkun Eyjafjarðar árið 2007.

Megin starfsemin hefur snúist um urðun á Glerárdal, sem nú hefur verið aflagður sem urðunarstaður fyrir sveitarfélögin við Eyjafjörð.

Lagt fram til kynningar.

2.Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms

Málsnúmer 1105085Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, f.h. ríkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga f.h. sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

Með samkomulaginu er lagður grunnur að:

a) eflingu tónlistarnáms með aðkomu ríkissjóðs að kennslukostnaði í tónlistarnámi.

b) nemendum sé gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu.

c) jöfnun aðgengis annarra nemenda til tónlistarnáms óháð búsetu og efnahag.

d) framlagningu frumvarps til laga um tónlistarskóla á 140. löggjafarþingi.

 

Samkomulagið tekur gildi frá og með 1. júlí 2011 og gildir til 31. ágúst 2013.

Lagt fram til kynningar.

3.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2011

Málsnúmer 1105082Vakta málsnúmer

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi hóf starfsemi sína 2002. Rekstur Aflsins byggist eingöngu á framlögum einstaklinga, fyrirtækja og bæjarfélaga.

Sótt er um fjárhagsaðstoð til að geta veitt þjónustu til þeirra sem til félagsins leita.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 40.000.- til félagsins.

4.Samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar

Málsnúmer 1105081Vakta málsnúmer

Lagður fram til umræðu og afgreiðslu samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og lögum um almannavarnir nr. 82/2008.

Aðilar að samningi þessum eru: Akureyrarkaupstaður, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur.

Aðgerðarstjórn verður með aðsetur á Akureyri og tvær vettvangsstjórnir og er starfssvæði þeirra Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, sem stjórnar aðgerðum komi til almannavarnaástands á starfsvæðum þeirra.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.

 

5.Styrkumsókn "Fugl fyrir milljón"

Málsnúmer 1105111Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk til markaðsátaks og kynningar á sviði ferðamála í Fjallabyggð. Átakið kallast "fugl fyrir milljón" og er þetta í annað skipti sem kynningarátakið fer fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð styrki átakið um kr. 50.000.-.

6.Tilnefning í fulltrúaráð fyrir aðalfund Málræktarsjóðs

Málsnúmer 1105068Vakta málsnúmer

Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 10. júní kl. 15. 30 á Hótel Sögu í Reykjavík. Fjallabyggð hefur rétt á að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráðið.

Lagt fram til kynningar.

7.Styrkumsókn vegna Skólahreystis 2011

Málsnúmer 1105112Vakta málsnúmer

Andrés Guðmundsson f.h. Skólahreystis sækir um styrk til Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 40.000.- að þessu sinni.

8.Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda

Málsnúmer 1101077Vakta málsnúmer

Bæjarfélög bíða eftir boðaðri reglugerð sem er væntanleg í haust. Á meðan er stuðst við óbreytt fyrirkomulag.

Lagt fram til kynningar.

9.Afsögn formanns atvinnu- og ferðamálanefndar

Málsnúmer 1105091Vakta málsnúmer

Á fundi atvinnu - og ferðamálanefndar þann 16.05.2011 tilkynnti Ásgeir Logi Ásgeirsson ákvörðun sína að láta af störfum sem formaður og þar með nefndarmaður.

Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga fyrir góð störf og óskar honum velfarnaðar í hans vaxandi rekstri.

Nýr nefndarformaður verður skipaður á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

10.Ráðning sumarstarfsfólks

Málsnúmer 1105115Vakta málsnúmer

Verið er að vinna að ráðningarmálum sumarsins.

1. Fjöldi umsækjenda, ungt fólk, er um 40.

Búið er að ráða af þeim 30 unglinga og hafa þeir sem eftir eru fengið aðra vinnu.

2. Á atvinnuleysisskrá eru nú um 50 manns og er útlitið ekki gott með störf fyrir þennan hóp.

Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að ráðist verði í atvinnuátak í sumar til að m.a. reyna að viðhalda bótarétti og fara í umhverfisátak.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í verkefnið verði varið allt að 7.500.000.- króna og verður þessi ákvörðun tekin inn í breytingar á fjárhagsáætlun.

 

Vinnumálastofnun hefur úthlutað til sveitarfélagsins 40 störfum til tveggja mánaða. Miðað er við námsmenn 18 ára og eldri  og aðra atvinnuleitendur.

Bæjarráð leggur til framlag á móti Vinnumálastofnun.
Samtals launakostnaður bæjarfélagsins er því 4.560.000.- annar kostnaður miðast við 2.940.000.- eða samtals 7.500.000.-.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að atvinnuátak á vegum bæjarfélagsins verði hrundið í framkvæmd frá 10. júní til 10. ágúst og er lögð áhersla á þá hópa sem Vinnumálastofnun nefnir til sögunar. Um er að ræða þá sem hafa bótarétt og þá sem hafa ekki bótarétt.

 

Bæjarráð leggur þunga áherslu á að tæknideild bæjarfélagsins setji upp raunhæf markmið í átaki bæjarfélagsins í umhverfismálum og að þeir sem verði ráðnir í umrætt átak hafi næg verkefni sem eru vel grunduð og undirbúin.

Bæjarráð óskar sérstaklega eftir tillögum í þessu sambandi fyrir næsta bæjarráðsfund.

 

 

11.Grunnskólar Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði

Málsnúmer 1105100Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar vettvangsskoðun arkitekta frá 9. maí 2011, en þá fóru Albína Thordarson og Ævar Harðarson í skoðunarferð um húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar.

12.Fasteignasjóður

Málsnúmer 1105063Vakta málsnúmer

Stofnaður hefur verið sérstakur Fasteignasjóður sem heyrir undir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en í sjóði þessum eru allar þær fasteignir sem notaðar voru til búsetu og þjónustu við fatlaða. Ætlunin er að leigja eða selja sveitarfélögum, þjónustusvæðum eða þjónustuaðilum þær eignir sem sjóðurinn hefur umráð yfir.

Óskað er eftir upplýsingum frá Fjallabyggð um nýtingu á viðkomandi eignum á árinu 2012, en um er að ræða Lindargötu 2.

Bæjarráð telur rétt að vísa erindinu til félagsmálanefndar til umsagnar.

 

Reglugerð og vinnureglur Fasteignasjóðs lagðar fram til kynningar.

13.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði

Málsnúmer 1104095Vakta málsnúmer

Lagður fram endurbættur samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði staðfestur.

14.Samkomulag um stofnun og skiptingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð

Málsnúmer 1103015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jóni Hróa Finnssyni sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps, þar sem lögð er áhersla á að nýr samningur verði gerður um stofnkostnað og húsaleigu Menntaskólans á Tröllaskaga.

Slíkur samningur nú er í vinnslu.

15.Fundur deildarstjóra Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1105116Vakta málsnúmer

Fræðslu og menningarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram minnisblað um verkefni í vinnslu og yfirlit um kláruð verkefni.

Minnisblað bæjarstjóra var einnig til umræðu á fundinum.

Bæjarráð þakkaði góða yfirferð.

 

16.Fundargerð 221. fundar stjórnar Eyþings frá 5. apríl 2011

Málsnúmer 1105035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

17.Tilboð í hlutafélagið Iðngarðar Siglufjarðar

Málsnúmer 1105131Vakta málsnúmer

Bjarkey Olsen óskar eftir því að kaupa hlutafélagið Iðngarðar Siglufjarðar ehf. kt. 631293-2989.

Bjarkey vék af fundi á meðan umræða og afgreiðsla fór fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðinu verði tekið.

Fundi slitið - kl. 19:00.