Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda

Málsnúmer 1101077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 199. fundur - 25.01.2011

1. janúar s.l. tóku gildi ný mannvirkjalög, nr. 160/2010. Í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að vafi kunni að leika um umboð starfandi byggingarnefnda til töku ákvarðana samkvæmt eldri samþykktum sveitarfélaga.
Sveitarstjórnir eru hvattar til þess að taka sem fyrst ákvörðun um það fyrirkomulag sem þær telja henta sínum aðstæðum. Jafnframt telur sambandið mikilvægt að sveitarstjórnir, byggingarnefndir og byggingarfulltrúar komist að sameiginlegri niðurstöðu um verklag þar til ákvörðun um fyrirkomulag stjórnsýslu liggur fyrir svo forðast megi tímabundna óvissu um valdheimildir byggingarfulltrúa og starfandi byggingarnefnda.
Erindið er til umfjöllunar á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 26.01.2011

Erindi hefur borist frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að vafi kunni að leika um umboð starfandi byggingarnefnda til töku ákvarðana samkvæmt eldri samþykktum sveitarfélaga.  1. janúar sl. tóku gildi ný mannvirkjalög, nr. 160/2010.   Sveitastjórnir eru hvattar til að fara yfir umboð byggingarfulltrúa og byggingarnefnda til útgáfu byggingarleyfa og annarra ákvarðana samkvæmt mannvirkjalögum þar til staðfesting ráðherra á nýrri samþykkt liggur fyrir.

Erindi vísað til bæjarstjórnar til ákvarðanatöku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 215. fundur - 24.05.2011

Bæjarfélög bíða eftir boðaðri reglugerð sem er væntanleg í haust. Á meðan er stuðst við óbreytt fyrirkomulag.

Lagt fram til kynningar.