Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms

Málsnúmer 1105085

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 215. fundur - 24.05.2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, f.h. ríkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga f.h. sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

Með samkomulaginu er lagður grunnur að:

a) eflingu tónlistarnáms með aðkomu ríkissjóðs að kennslukostnaði í tónlistarnámi.

b) nemendum sé gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu.

c) jöfnun aðgengis annarra nemenda til tónlistarnáms óháð búsetu og efnahag.

d) framlagningu frumvarps til laga um tónlistarskóla á 140. löggjafarþingi.

 

Samkomulagið tekur gildi frá og með 1. júlí 2011 og gildir til 31. ágúst 2013.

Lagt fram til kynningar.