Samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði

Málsnúmer 1104095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

Fyrir bæjarráði liggur samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði milli Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi fyrir tímabilin 2011 og 2012.
Samkvæmt samningi greiðir Fjallabyggð 4.848.000 kr fyrir hvort ár vegna starfsmannahalds á knattspyrnuvöllunum.
Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 215. fundur - 24.05.2011

Lagður fram endurbættur samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði staðfestur.