Bæjarráð Fjallabyggðar

207. fundur 22. mars 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Eyfirski safnadagurinn

Málsnúmer 1103073Vakta málsnúmer

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn í fimmta sinn laugardaginn 5. maí n.k. Markmiðið er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða.

Upplýsingar liggja fyrir um áætlaðan kostnað við rútuferðir á milli bæjarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og hefur Dalvíkurbyggð samþykkt að veita kr. 35.000.- í umræddar ferðir þennan dag.

Bæjarráð samþykkir að veita sambærilega upphæð í verkefnið til aksturs til Fjallabyggðar.

2.FM hljóðvarp í veggöngum

Málsnúmer 1103071Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um áætlaðan kostnað við að koma upp hljóðvarpssendingum í Óshlíðar og Héðinsfjarðargöng.

Einnig lagðar fram upplýsingar frá Brunamálastofnun Íslands, nú Mannvirkjastofnun, þar sem vísað er í viðbragðsáætlanir í jarðgöngum.

Þar kemur fram krafa um að útvarp sé í slíkum göngum sem vaktaðili getur talað inn á ef á þarf að halda.
Ekki hefur fengist skýring á þessu fráviki.

 

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til Vegagerðar ríkisins að úr þessu verði bætt, þar sem um er að ræða öryggi vegfarenda og felur bæjarstjóra einnig að taka málið upp við þingmenn kjördæmisins.

3.Styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 1101105Vakta málsnúmer

Lögð fram styrktarbeiðni frá Saman - hópnum. Hópurinn er samstarfsvettvangur félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga sem láta sig velferð barna varða.

Bæjarráð samþykkir umrædda styrkumsókn kr. 10.000.- til forvarnarmála.

4.Sala á bifreiðum

Málsnúmer 1103035Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar.

Um er að ræða yfirlit um sölu tækja og hugsanlega endurnýjun tækja fyrir þjónustumiðstöð bæjarfélagsins.

Búið er að samþykkja af bæjarstjórn sölu á tækjum fyrir um kr. 18.940.000.-

Bæjarráð samþykkir að selja Mitshubishi 1998 og afskrá VW Polo árgerð 1997, áætlað verð er um kr. 500.000.-

Bæjarráð mun í lok sumars taka til skoðunar sölu á tveimur bifreiðum til viðbótar en það eru Mazda árgerð 2000 og Mitshubishi árgerð 2003.

 

5.Styrkumsókn vegna rannsóknarverkefnis

Málsnúmer 1103077Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk til að vinna meistaranámsritgerð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

 

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við umsókninni enda er verið að vinna tvö skipulagsverkefni í Fjallabyggð á árinu 2011.

6.Innkaupareglur Fjallabyggðar - endurskoðun og yfirferð

Málsnúmer 1012082Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um breytingar á 24. grein innkaupareglna Fjallabyggðar, en reglurnar gera ráð fyrir að fjárhæðirnar séu yfirfarnar ár hvert og endurskoðaðar í upphafi nýs kjörtímabils.
Vísast hér í 4. grein, 9. grein og 18. grein.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að framreikna fjárhæðirnar m.t.t. vísitölu 31/5, 2001 sem var 209,4 stig til 1/1 2011 en þá var hún 365,5. 

7.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1103090Vakta málsnúmer

Um afgreiðslu þessa liðar vísast til bókunar í trúnaðarbók.

8.Verkefniskynning AFE

Málsnúmer 1103058Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs komu fulltrúar frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdarstjóri og Stefanía Steinsdóttir verkefnastjóri, ásamt Halldóri Jóhannssyni landslagsarkitekt, frá Teikn á lofti og kynntu möguleika Fjallabyggðar í þjónustu á Norðurslóðum sem tengjast siglingum um Norðurslóðir, olíuleit og vinnslu við austur Grænland, námuvinnslu á Grænlandi og leitar- og björgunarstörfum.

Fundi slitið - kl. 19:00.