FM hljóðvarp í veggöngum

Málsnúmer 1103071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 207. fundur - 22.03.2011

Lagðar fram upplýsingar um áætlaðan kostnað við að koma upp hljóðvarpssendingum í Óshlíðar og Héðinsfjarðargöng.

Einnig lagðar fram upplýsingar frá Brunamálastofnun Íslands, nú Mannvirkjastofnun, þar sem vísað er í viðbragðsáætlanir í jarðgöngum.

Þar kemur fram krafa um að útvarp sé í slíkum göngum sem vaktaðili getur talað inn á ef á þarf að halda.
Ekki hefur fengist skýring á þessu fráviki.

 

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til Vegagerðar ríkisins að úr þessu verði bætt, þar sem um er að ræða öryggi vegfarenda og felur bæjarstjóra einnig að taka málið upp við þingmenn kjördæmisins.