Eyfirski safnadagurinn

Málsnúmer 1103073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 207. fundur - 22.03.2011

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn í fimmta sinn laugardaginn 5. maí n.k. Markmiðið er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða.

Upplýsingar liggja fyrir um áætlaðan kostnað við rútuferðir á milli bæjarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og hefur Dalvíkurbyggð samþykkt að veita kr. 35.000.- í umræddar ferðir þennan dag.

Bæjarráð samþykkir að veita sambærilega upphæð í verkefnið til aksturs til Fjallabyggðar.