Bæjarráð Fjallabyggðar

199. fundur 25. janúar 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Útboð á snjómokstri

Málsnúmer 1011129Vakta málsnúmer

21. janúar s.l. voru opnuð tilboð í snjómokstur fyrir sveitarfélagið 2011-2013.
Tilboð bárust frá sjö aðilum,
Árna Helgasyni ehf.,
Bás ehf.,
Íslenska gámafélaginu ehf.,
Magnúsi Þorgeirssyni,
Reisum ehf.,
Smára ehf. og
Sölva Sölvasyni.
Óskað hefur verið eftir nánari upplýsingum frá þeim bjóðendum sem koma til greina er varðar fjárhag og veltu, ársreikning, greiðslustöðu opinberra gjalda, lífeyrissjóðsiðgjalda starfsmanna og eftir atvikum útskrift um hlutafélagið úr hlutafélagaskrá.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi á grundvelli útboðsskilmála.
Bæjarráð leggur áherslu á að upplýsingar berist frá öllum bjóðendum, er uppfylltu skilyrði útboðsins, varðandi grein 0.1.3 í útboðslýsingu lið b og f. 

2.Úthlutun byggðakvóta 2010 -2011

Málsnúmer 1101103Vakta málsnúmer

Útgerðarfélagið Nesið fer þess á leit við sveitarfélagið að það beiti sér fyrir því, í samvinnu við ráðuneyti sjávarútvegsmála, að reglum sem gilt hafa undanfarin ár um landanir í sveitarfélaginu verði breytt til fyrra horfs.
Málsaðili telur að ráðuneytið hafi breytt reglum eftir 1. desember s.l. í þá átt að landanir í viðkomandi byggðarlagi teljist til viðmiðunar fyrir byggðarkvóta, en ekki landanir í sveitarfélaginu.
Bæjarráð fær ekki betur séð en að sömu úthlutunarskilyrði hafi gilt samanber reglugerðir nr. 557 frá 2009, nr. 82 frá 2010 og 999 frá 2010, þó dagsetningar séu mismunandi.
Bæjarráð telur eðlilegt að telji Útgerðarfélagið Nesið á sér brotið hvað þetta varðar, þá snúi félagið sér til ráðuneytisins með erindið.

3.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

50. fundur félagsmálanefndar lagði til við bæjarstjórn að allt að 17 íbúðir, yrðu settar á söluskrá.
Jafnframt lagði félagsmálanefnd til að núverandi íbúum yrði boðin forkaupsréttur að íbúðunum.
59. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessu máli til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Fyrir liggur álit lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi forkaupsréttarákvæði.

Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofu- og fjármálastjóra að skrifa leigjendum bréf og kanna hug þeirra til forkaupsréttar áður en ákvörðun verður tekin um sölu.

4.Samningsumboð gagnvart SFR

Málsnúmer 1101071Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 11. janúar sl., þar sem leitast er eftir samningsumboði sveitarfélaga vegna SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu.
Málið varðar starfsmenn er færðust yfir til sveitarfélaga vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og eru í umræddu stéttarfélagi.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga samningsumboð og felur bæjarstjóra að undirrita.

5.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1101107Vakta málsnúmer

Undir þessum lið véku af fundi Ingvar Erlingsson og Ólafur Þór Ólafsson.
Sólrún Júlíusdóttir tók sæti Ingvars.
Um afgreiðslu þessa liðar vísast til bókunar í trúnaðarbók.

6.Fundagerðir vinnuhóps bæjarráðs um fræðslumál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1101040Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð vinnuhóps bæjarráðs um framtíðar fyrirkomulag rekstrar og uppbyggingar golfvalla í sveitarfélaginu

Málsnúmer 1101106Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2010

Málsnúmer 1101084Vakta málsnúmer

Ársskýrsla lögð fram til kynningar.

9.Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda

Málsnúmer 1101077Vakta málsnúmer

1. janúar s.l. tóku gildi ný mannvirkjalög, nr. 160/2010. Í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að vafi kunni að leika um umboð starfandi byggingarnefnda til töku ákvarðana samkvæmt eldri samþykktum sveitarfélaga.
Sveitarstjórnir eru hvattar til þess að taka sem fyrst ákvörðun um það fyrirkomulag sem þær telja henta sínum aðstæðum. Jafnframt telur sambandið mikilvægt að sveitarstjórnir, byggingarnefndir og byggingarfulltrúar komist að sameiginlegri niðurstöðu um verklag þar til ákvörðun um fyrirkomulag stjórnsýslu liggur fyrir svo forðast megi tímabundna óvissu um valdheimildir byggingarfulltrúa og starfandi byggingarnefnda.
Erindið er til umfjöllunar á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Velferð íbúa á grundvelli samhjálpar

Málsnúmer 1101011Vakta málsnúmer

Í erindi velferðarráðherra frá 3. janúar 2011, beinir ráðherra þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði.
Erindið er til umfjöllunar í félagsmálanefnd.

11.Líkamsrækt í Ólafsfirði

Málsnúmer 1101083Vakta málsnúmer

44. fundur frístundanefndar samþykkti fyrir sitt leyti að stækka líkamsræktina í Ólafsfirði með því að taka undir rými sem gufubaðstofan er í. Boðist hefur verið til að framkvæma verkið í sjálfboðavinnu og mun  kostnaður ekki verða meiri en sem nemur rafmagnskostnaði við kyndingu gufubaðstofunnar fyrir árið.
Bæjarráð samþykkir tillögu frístundanefndar.

Fundi slitið - kl. 19:00.