Útboð á snjómokstri

Málsnúmer 1011129

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Tæknideild Fjallabyggðar hefur óskað eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð 2011 - 2013.
Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum ásamt snjómokstri og akstri, auk sandburðar eða saltdreifingar á götur, gangstíga og bifreiðastæði í Fjallabyggð.
Tilboðum skal skilað eigi síðar en 21. janúar 2011, kl 13:00.

Bjarkey Gunnarsdóttir og Helga Helgadóttir gagnrýndu að útboðsgögn hefðu ekki verið tekin fyrir í bæjarráði áður en útboð var auglýst.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 199. fundur - 25.01.2011

21. janúar s.l. voru opnuð tilboð í snjómokstur fyrir sveitarfélagið 2011-2013.
Tilboð bárust frá sjö aðilum,
Árna Helgasyni ehf.,
Bás ehf.,
Íslenska gámafélaginu ehf.,
Magnúsi Þorgeirssyni,
Reisum ehf.,
Smára ehf. og
Sölva Sölvasyni.
Óskað hefur verið eftir nánari upplýsingum frá þeim bjóðendum sem koma til greina er varðar fjárhag og veltu, ársreikning, greiðslustöðu opinberra gjalda, lífeyrissjóðsiðgjalda starfsmanna og eftir atvikum útskrift um hlutafélagið úr hlutafélagaskrá.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi á grundvelli útboðsskilmála.
Bæjarráð leggur áherslu á að upplýsingar berist frá öllum bjóðendum, er uppfylltu skilyrði útboðsins, varðandi grein 0.1.3 í útboðslýsingu lið b og f. 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 200. fundur - 02.02.2011

Undirritaðir samningar lagðir fram til kynningar

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar og kynnti þá samninga sem gerðir hafa verið við verktakana Bás ehf., Smára ehf. og Árna Helgason ehf. um snjómokstur fyrir sveitarfélagið.