Bæjarráð Fjallabyggðar

902. fundur 22. desember 2025 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Húsnæðisáætlun 2026

Málsnúmer 2512037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur húsnæðisáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2026 sem unnin er af skipulags - og framkvæmdasviði.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir húsnæðisáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2026 eins og hún liggur fyrir.

2.Erindi frá Verkstjórn 2025

Málsnúmer 2512038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Verkstjórn þar sem viðraðar eru hugmyndir um samstarf varðandi framkvæmdaverkefni fyrir Brák íbúðafélag.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samvinnu við lögmann Fjallabyggðar að vinna málið áfram í samræmi við fyrri ákvarðanir bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.Skólahreysti - ósk um styrk

Málsnúmer 2512004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skólahreysti þar sem óskað er eftir kr. 250.000 styrk til endurnýjunar á tækjabúnaði og fleiru.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 250.000 styrk til Skólahreystis á árinu 2026 vegna endurnýjunar og uppbyggingar á nýjum búnaði.

4.Umsókn - Styrkir til hátíða og stærri viðburða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2512014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þjóðlagahátíð um viðbótarstyrk þar sem hátíðin fékk ekki úthlutað styrk úr Uppbyggingasjóði.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir frekari gögnum frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

5.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá stöðufundi framkvæmdasviðs í desember.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.