Bæjarráð Fjallabyggðar

898. fundur 13. nóvember 2025 kl. 09:00 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Ferðaklasi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2511002Vakta málsnúmer

Fulltrúar óstofnaðs félags um Ferðaklasa Fjallabyggðar, Ólöf Ýrr Atladóttir frá Sóta Summit og Eva Steinþórsdóttir frá Hótel Siglunesi, mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir helstu hugmyndir er fram koma í umsókn til Fjallabyggðar um fjárhagslegan stuðning við verkefnið.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar fyrir góða yfirferð og upplýsingar. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

2.Erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar - ályktanir aðalfundar

Málsnúmer 2511010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktar frá aðalfundi Framfarafélags Ólafsfjarðar. Framfarafélagið ályktar þar um vatnsmál í Ólafsfirði, bæði hvað varðar kalt og heitt vatn, fiskeldi í Eyjafirði og samgöngumál.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur undir þær ábendingar sem fram koma í ályktunum Framfarafélagsins varðandi stöðu á köldu vatni og þegar hefur málið verið sett í farveg með upplýsingasöfnun varðandi hættumat vatnsveitunnar. Varðandi ályktun um heitt vatn felur bæjarráð bæjarstjóra að leita frekari upplýsinga hjá Norðurorku varðandi áætlanir til skemmri og lengri tíma.

Bæjarráð og bæjarstjórn Fjallabyggðar hafa þegar bókað bæði um laxeldi og samgöngumál á utanverðum Tröllaskaga. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að tekin verði ákvörðun um laxeldi í Eyjafirði eins fljótt og kostur er til þess að þeir aðilar sem í hyggju hafa að hefja uppbyggingu í sveitarfélaginu fái svör vegna fyrirætlana sinna.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2511013Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

4.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar 2026

Málsnúmer 2511015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir fjárframlagi Fjallabyggðar til reksturs Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar, árið 2026 að upphæð kr. 600.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir kr. 600.000 framlag til reksturs Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar, fyrir árið 2026.

5.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá vinnu við fjárhagsáætlun með forstöðumönnum stofnanna og nefndum Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar yfirferð á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og óskar eftir sundurliðun á rammaáætlun eins og hún lítur út fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

6.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2504050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá fundi stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl vegna þriggja stöðufunda framkvæmdasviðs Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:15.