Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar 2026

Málsnúmer 2511015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 898. fundur - 13.11.2025

Fyrir liggur erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir fjárframlagi Fjallabyggðar til reksturs Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar, árið 2026 að upphæð kr. 600.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir kr. 600.000 framlag til reksturs Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar, fyrir árið 2026.