Bæjarráð Fjallabyggðar

894. fundur 16. október 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • S. Guðrún Hauksdóttir varafulltrúi
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra

Málsnúmer 2510047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra þar sem óskað er eftir þátttöku Fjallabyggðar í verkefni Fjölskylduþjónustunnar en mennta- og barnamálaráðuneytið hefur samþykkt styrk til verkefnisins að upphæð 70 milljóna króna til tveggja ára. Fjárframlag Fjallabyggðar til verkefnisins er áætlað ríflega 1 milljón króna.
Samþykkt
Bæjarráð fagnar metnaðarfullu verkefni sem ætlað er að efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með snemmtækum stuðningi þar sem þörf er á. Erindið hefur verið tekið til umfjöllunar í Velferðarnefnd Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu.

2.Staðsetning nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.

Málsnúmer 2406040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð fjármagni hönnunarkostnað á nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði en áætlaður kostnaður við 1.áfanga er um 4,5 milljónir króna.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar í hönnunarkostnaði að hámarki 3 milljónir og felur bæjarstjóra að kanna möguleika með sóknarnefnd á stuðningi frá kirkjugarðasjóði í hönnunarkostnað þannig að hægt sé að hanna svæðið.

3.Drónaverkefni löggæslu

Málsnúmer 2509019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er heimildar fyrir því að staðsetja heimastöð undir dróna og dróna á þaki ráðhússins á Siglufirði.
Synjað
Bæjarráð hafnar erindinu í ljósi þess að lögreglan sér um rekstur og utanumhald á drónanum og því er heppilegra að hann verði staðsettur við löggæsluna í Fjallabyggð, þ.e. á lögreglustöðinni.

4.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsagnarbeiðnir frá nefnda - og greiningarsviði Alþingis á annars vegar tillögu til þingsályktunar um leit á olíu og gasi (63.mál) og hins vegar á frumvarpi til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (153.mál).
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Eldsvoði í Primex

Málsnúmer 2510052Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá helstu upplýsingum sem fram hafa komið varðandi eldsvoða í Primex og tjón af völdum þess eldsvoða.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð kemur á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila vegna eldsvoðans og felur bæjarstjóra að vera í samskiptum við fyrirtækið ef aðstoðar eða upplýsinga er þörf.

6.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2025

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSNE frá 76.fundi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.