Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra

Málsnúmer 2510047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 894. fundur - 16.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra þar sem óskað er eftir þátttöku Fjallabyggðar í verkefni Fjölskylduþjónustunnar en mennta- og barnamálaráðuneytið hefur samþykkt styrk til verkefnisins að upphæð 70 milljóna króna til tveggja ára. Fjárframlag Fjallabyggðar til verkefnisins er áætlað ríflega 1 milljón króna.
Samþykkt
Bæjarráð fagnar metnaðarfullu verkefni sem ætlað er að efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með snemmtækum stuðningi þar sem þörf er á. Erindið hefur verið tekið til umfjöllunar í Velferðarnefnd Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu.