Bæjarráð Fjallabyggðar

884. fundur 17. júlí 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2507023Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

2.Hornbrekka - samningur við SÍ

Málsnúmer 2204077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag um framlengingu á samningi við Sjúkratryggingar sem gert var árið 2022 en umrætt samkomulag er nú runnið út.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á breytingum á samningi við Sjúkratryggingar Íslands m.t.t. einingaverðs og greiðslna vegna hjúkrunar- og dvalarrýma. Áhersla verði lögð á hækkun á greiðslum vegna sérlega kostnaðarsamrar þjónustu enda liggur fyrir að framlag ríkis til reksturs stofnunarinnar stendur ekki undir kostnaði.

3.Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu

Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs og bæjarstjóra að auglýsingu um starf deildarstjóra fræðslu- og frístundadeildar Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að starfslýsingu og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra að auglýsa starf deildarstjóra fræðslu- og frístundadeildar Fjallabyggðar.

4.Viðhaldsmál Íþróttamiðstöðvar Siglufirði

Málsnúmer 2408031Vakta málsnúmer

Fyrir liggja úttektir á þaki sundlaugarinnar á Siglufirði en í ljós hefur komið við rif á þakplötum að skemmdir eru mun meiri á timburverki en fram kemur í úttektunum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um stöðuna og gera tillögu að tilfærslum á fjárfestingaáætlun sé þess þörf vegna aukakostnaðar við framkvæmdirnar.

5.Sumarlokun bæjarskrifstofu 2025

Málsnúmer 2507033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra að lokun bæjarskrifstofu frá 21. júlí til 5.ágúst n.k.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir tillögu að sumarlokun bæjarskrifstofu og felur bæjarstjóra að auglýsa lokunina á heimasíðu Fjallabyggðar.

6.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga.

Málsnúmer 2507018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boð frá innviðaráðuneytinu þar sem kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga er boðið til fræðslufundar um hinsegin málefni. Fræðslan fer fram á fjarfundi og eru í boði tvær tímasetningar, 9. eða 10. september n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Undirbúningur nýs vegar að fyrirhuguðum Fljótagöngum

Málsnúmer 2410005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á umsögnum sem bárust vegna skipulagslýsingar fyrir nýja veglínu Fljótaganga. 10 umsagnir bárust frá félagasamtökum og stofnunum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Bókun heilbrigðisnefndar um vörslu hluta á landareign sveitarfélaga og undanþágur varðandi afgreiðslu tóbaks

Málsnúmer 2507022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 25. júní 2025 um vörslu hluta á landareign sveitarfélaga og undanþágur varðandi afgreiðslu tóbaks
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Lög um veiðigjöld 2025

Málsnúmer 2504003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna breytinga á löggjöf um veiðigjöld.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir áhyggjum af áhrifum hækkunar veiðigjalda á fjárfestingu fyrirtækja í sjávarútvegi, störf og samdrátt í verðmætasköpun og þar með á tekjugrunn sveitarfélagsins. Bæjarráð tekur undir yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um að gjaldtakan geti grafið undan byggðafestu og dragi úr fjárfestingum á svæðum sem reiða sig á sjávarútveg.
Bæjarstjóra er falið að funda án tafar með forsvarsmönnum stærstu útgerða og leggja mat á stöðuna.

Fundi slitið - kl. 10:00.