Bæjarráð Fjallabyggðar

880. fundur 20. júní 2025 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Fjárfestinga og viðhaldsáætlun Tæknideildar 2025

Málsnúmer 2411117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á stöðu fjárfestingaáætlunar fyrir árið 2025.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóri greindi frá stöðu varðandi samþykkta fjárfestingaáætlun 2025 með þeim breytingum sem þegar hafa verið samþykktar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn tillögu að viðauka við fjárfestingaáætlun og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á rekstrarstöðu félagsþjónustu í samanburði við fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2025.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóri fór yfir samantekt á rekstrarstöðu félagsþjónustu í samanburði við áætlun málaflokksins fyrir árið 2025 og skýrði út frávik. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn á næsta fund bæjarráðs samantekt á fleiri málaflokkum, greina frá stöðu í samanburði við fjárhagsáætlun og leggja til drög að breytingatillögum ef þörf er á.

3.Vatnslagnir í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Málsnúmer 2506004Vakta málsnúmer

Kostnaður við viðgerðir á lögnum vegna neysluvatnslagna í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga er um 5 milljónir króna. Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra að tilfærslu innan fjárfestingaáætlunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda að sömu upphæð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra að tilfærslum innan fjárfestingaáætlunar að upphæð kr. 5.000.000 til að mæta kostnaði við endurnýjun á lögnum. Tilfærslan hefur ekki áhrif á heildarfjárfestingu ársins.

4.Jarðgöng á Tröllaskaga

Málsnúmer 2506029Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Elís Hólm Þórðarsyni, íbúa í Ólafsfirði, þar sem komið er á framfæri ábendingum varðandi forgangsröðun jarðgangagerðar á Tröllaskaga auk fyrirspurnar um þá forgangsröðun.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð bendir á ályktun sem samþykkt var í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 9.nóvember 2022. Rannsóknarvinna og skipulagsvinna vegna Fljótaganga er komin vel á veg en nauðsynlegt er að tryggja jafnframt nú þegar fjármagn í frekari rannsóknir og hönnunarvinnu við jarðgöng á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur.

5.Aðalfundur MHR og önnur gögn.

Málsnúmer 2506015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn vegna ársfundar Miðstöðvar héraðsskjalasafna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Nýr kjarasamningur við Sjúkraliðafélag Íslands

Málsnúmer 2506020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á kjarasamningi við Sjúkraliðafélag Íslands.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Tónlistarsjóður - umsókn um styrk 2025

Málsnúmer 2506018Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn vegna umsóknar Fjallabyggðar í Tónlistarsjóð fyrir árið 2025 en umsókninni var hafnað.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Áskorun til atvinnuvegaráðherra vegna burðarþols Eyjafjarðar.

Málsnúmer 2502022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að burðarþolsmat vegna sjókvíaeldis verði framkvæmt fyrir Eyjafjörð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð vísar til bókana bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 26.febrúar s.l. um mat á burðarþoli Eyjafjarðar og frá 15. maí s.l. um haf- og strandsvæðaskipulag. Bæjarstjóra falið að svara erindi samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.

9.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2025

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 74.fundar SSNE
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:20.