Áskorun til atvinnuvegaráðherra vegna burðarþols Eyjafjarðar.

Málsnúmer 2502022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 255. fundur - 26.02.2025

Fyrir liggur tillaga að áskorun til atvinnuvegaráðherra vegna burðarþols Eyjafjarðar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Guðjón M Ólafsson.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum eftirfarandi áskorun:

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar skorar á atvinnuvegaráðherra að óska nú þegar eftir mati á burðarþoli Eyjafjarðar með tilliti til fiskeldis og að í beinu framhaldi verði unnið áhættumat fyrir erfðablöndun vegna mögulegs fiskeldis í firðinum. Afar mikilvægt er fyrir aðila sem huga að atvinnuuppbyggingu á svæðinu, hvort sem það eru einkaaðilar eða opinberir aðilar, að fyrir liggi allar forsendur til stefnumótandi ákvarðana og er því brýnt að þessar upplýsingar liggi
fyrir sem fyrst."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 880. fundur - 20.06.2025

Fyrir liggur erindi frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að burðarþolsmat vegna sjókvíaeldis verði framkvæmt fyrir Eyjafjörð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð vísar til bókana bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 26.febrúar s.l. um mat á burðarþoli Eyjafjarðar og frá 15. maí s.l. um haf- og strandsvæðaskipulag. Bæjarstjóra falið að svara erindi samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 889. fundur - 04.09.2025

Fyrir liggur erindi frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi þar sem komið er á framfæri sjónarmiðum samtakanna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar