Niðurrif Strandgötu 11 Ólafsfirði

Málsnúmer 1009171

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11.10.2010



Sóknarnefnd Ólafsjarðarkirkju sækir um leyfi til að rífa íbúðarhúsnæðið að Strandgötu 11.  Gengið yrði þannið frá lóðinni að hún nýtist sem bílastæði. 


Sóknarnefndin hyggst láta endurnýja vegginn í kringum kirkjugarð Ólafsfjarðar á næstu 2 árum, enda hefur hann látið á sjá. Sóknarnefndin vill að umhverfi kirkjunnar og kirkjugarðsins sé bæjarbúum til sóma og vonar að bæjaryfirvöld muni, hér eftir sem hingað til, aðstoða við að svo sé.


Nefndin samþykkir að leyfa niðurrif á húsnæði að Strandgötu 11, að því gefnu að engar kvaðir eða veðbönd séu á húsinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 192. fundur - 23.11.2010

56. fundur bæjarstjórnar samþykkti að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu þessa máls.
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Húsafriðunarnefnd þar sem fram kemur að húsið er ekki talið hafa það mikið varðveislugildi að ástæða sé til þess að leggja til að það verði friðað, en umhverfislegt gildi þess í götumynd virðist nokkuð.
Bæjarráð samþykkir að heimila niðurrif Strandgötu 11 Ólafsfirði.