Fyrirkomulag kosninga fyrir Stjórnlagaþing 27. nóv. n.k.

Málsnúmer 1010004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 186. fundur - 05.10.2010

Lagðar fram upplýsingar frá Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu varðandi kosningu til stjórnlagaþings, 27. nóvember n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 189. fundur - 02.11.2010

Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi kosningar stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 191. fundur - 16.11.2010

Frá Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, hefur borist kjörskrárstofn frá Þjóðskrá, fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð vegna kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. kosningalaga skulu kjörskrár lagðar fram eigi síðar en 17. nóvember 2010.
Fjöldi á kjörskrá í Fjallabyggð samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 6. nóvember 2010, er 1607.
Gera þarf leiðréttingu vegna einstaklings sem fallið hefur frá eftir útgáfu kjörskrárstofns.
Eftir leiðréttingu eru því 781 kona og 825 karlar, eða alls 1606 á kjörskrá.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá með ofangreindum breytingum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 192. fundur - 23.11.2010

a) Gera þarf leiðréttingu á kjörskrá í Fjallabyggð, vegna einstaklings sem fallið hefur frá eftir útgáfu kjörskrárstofns.
Eftir leiðréttingu eru því 780 konur og 825 karlar, eða alls 1605 á kjörskrá.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá með ofangreindri breytingu.
b) Kjörstaðir í Fjallabyggð verða sem fyrr tveir, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Menntaskólanum í Ólafsfirði. 
Kjörfundur hefst kl. 10:00 í báðum kjördeildum og verður slitið kl. 20:00