Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda vegna Tjarnargötu 8,Siglufirði

Málsnúmer 2505043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 877. fundur - 30.05.2025

Fyrir liggur erindi frá Herhúsfélaginu um niðurfellingu fasteignagjalda af húseigninni Tjarnargötu 8 á Siglufirði, Gránufélagshússins, í ljósi þröngrar stöðu Herhússfélagsins. Ætlunin er að endurbyggja húsið og liggja fyrir teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fella niður gjöld af eigninni fyrir árið 2025 í samræmi við gildandi reglur Fjallabyggðar um niðurfellingu eða lækkun fasteignagjalda. Bæjarráð minnir jafnframt á að slíkar beiðnir skulu berast við gerð fjárhagsáætlunar og samkvæmt auglýsingu þess efnis.