Bæjarráð Fjallabyggðar

862. fundur 06. febrúar 2025 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Verksamningur um ræstingu fyrir Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála 2025-2028

Málsnúmer 2501063Vakta málsnúmer

Á 861. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboði Kristalhreint ehf. í ræstingar fyrir Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála, verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að verksamningi við Kristalhreint ehf., sem lagður er fram til staðfestingar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Ósk um styrk vegna foreldrafræðslu um slysavarnir ungra barna.

Málsnúmer 2501060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Herdísi L. Storgaard f.h. Miðstöðvar slysavarna barna þar sem óskað er eftir 50 þúsund króna styrk til gerðar myndbands með námskeiði um slysavarnir ungra barna á heimilum. Slík námskeið hafa verið í boði fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu en með myndbandinu er ætlað að ná jafnframt til foreldra á landsbyggðinni.
Samþykkt
Bæjarráð fagnar framtakinu og samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 í verkefnið.

3.Kvennaathvarf - Umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2501069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Kvennaathvarfinu þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk sveitarfélaga á Norðurlandi eystra vegna neyðarathvarfs á Akureyri.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðinn styrk, kr. 246.250 til verkefnisins.

4.Dúntekja í bæjarlandi Siglufjarðar

Málsnúmer 2106074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Icelandic Eider ehf. þar sem óskað er eftir svörum vegna útboðs á dúntekju á Leirutanga á Siglufirði.
Nú þegar eru í gildi samningar vegna dúntekju í Siglufirði á áður skilgreindum dúntekjusvæðum 1-4 og gilda þeir til 11. maí 2025 en samningur við Icelandic Eider ehf. vegna Leirutanga rann út þann 31.12.2024. Allir samningar eru með ákvæði þess efnis að möguleiki sé á framlengingu til eins árs í senn tvisvar sinnum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til þess að framlengja samningana til 31.12.2025.

5.Snjókross keppni í Ólafsfirði 2025

Málsnúmer 2501024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til þess að motocross braut í Ólafsfirði verði varastaður fyrir fyrirhugað vélsleðamót ef nægur snjór verður ekki í miðbænum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6.Lokun gatna vegna Fjarðargöngu 2025

Málsnúmer 2501065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að loka og þrengja götur í Ólafsfirði dagana 28. febrúar og 1. mars vegna Fjarðargöngunnar. Óskað er eftir lokunum á eftirfarandi götum frá kl 18:00 föstudaginn 28.febrúar til kl
18:00 laugardaginn 1. mars.
Aðalgata frá gatnamótum Gunnólfsgötu að Strandgötu.
Kirkjuvegur frá Aðalgötu að Ólafsfjarðarkirkju.
Brekkugata
Hornbrekkuvegur frá Brekkugötu að Aðalgötu (hjá Tjarnarborg)

Þrengingar á götum á sama tíma:
Strandgata (verður ökufær)
Bakkabyggð (verður ökufær)
Túngata (verður ökufær)
Framkvæmdin yrði unnin í samráði við Þjónustumiðstöð og tæknideild.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti lokun og þrenginga gatna vegna Fjarðargöngunnar.

7.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025

Málsnúmer 2501051Vakta málsnúmer

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um úthlutun á 213 tonnum af byggðakvóta til Fjallabyggðar af alls 3.807 þorskígildistonnum til ráðstöfunar til byggðarlaga víðs vegar um landið fyrir fiskveiðiárið 2024-2025 en auk þess eftirstöðvar af úthlutun fyrra árs sem kemur til ráðstöfunar á yfirstandandi fiskveiðiári. Samtals til ráðstöfunar eru því 318 tonn fyrir fiskveiðiárið, ríflega 41 tonn til Ólafsfjarðar og um 277 tonn til Siglufjarðar.
Fjallabyggð er gefinn frestur til 21. febrúar n.k. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur úthlutunar í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn drög að reglum um byggðakvóta fyrir Fjallabyggð þar sem haft verði að leiðarljósi hámarksnýting byggðakvótans. Bæjarráð telur mikilvægt að óska áfram eftir auknum sveigjanleika vegna vinnsluskyldu fyrir Fjallabyggð vegna þeirra aðstæðna sem eru fyrir hendi í sveitarfélaginu.

8.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla Verkís um fráveitukerfi Siglufjarðar.
Fulltrúar Verkís munu kynna skýrsluna bæjarfulltrúum og stjórnsýslu á fundi síðar í dag.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar af stöðufundum með tæknideild.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Skráning kyns á eyðublöðum og í annarri gagnasöfnun.

Málsnúmer 2502004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Innviðaráðuneyti, skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála, þar sem mælt er með því að sveitarfélög bæti þriðja möguleika við kynskráningar á eyðublöðum og í annarri gagnasöfnun.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna tilmælin forstöðufólki stofnana og deilda.

11.Uppsögn á starfi - deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Málsnúmer 2502002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppsagnarbréf deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur en síðasti starfsdagur hennar verður 30.apríl n.k.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Ríkeyju fyrir árangursríkt starf á vettvangi Fjallabyggðar og óskar henni velfarnaðar.

12.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 16. fundi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar. Meðfylgjandi fundargerð er erindi frá nefndinni þar sem óskað er eftir hugmyndum sveitarfélaganna við Eyjafjörð varðandi framtíðar fyrirkomulag skipulagsmála.
Vísað til nefndar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi svæðisskipulagsnefndar til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 31. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags sem haldinn var 28.janúar s.l.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.