Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2023

Málsnúmer 2303075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 801. fundur - 25.08.2023

Lagður fram dreifipóstur frá Innviðaráðuneytinu varðandi þingsályktun á málefnasviði sveitarfélaga og frumvarp um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs. Stefnt að því að mæla fyrir málunum tveimur ásamt þingsályktun í samgöngum á fyrstu dögum þingsins uppúr miðjum september.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að fylgjast vel með framgangi málanna og upplýsa bæjarráð um stöðu þeirra á hverjum tíma.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 05.10.2023

Innviðaráðuneytið vekur athygli á að hvítbók um skipulagsmál ásamt umhverfismatsskýrslu er nú í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 808. fundur - 20.10.2023

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.
Lagt fram til kynningar.