Samkomulag um þjónustukaup jól og áramót 2023-2026

Málsnúmer 2309172

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 05.10.2023

Samkomulag um þjónustukaup vegna jóla og áramóta sem gerð voru 2020 giltu til áramóta 2022-2023. Endurnýja þarf samninga þar sem gildandi samningur rennur út í nóvember 2023.

Samkomulag um þjónustukaup hefur verið gert við eftirtalda aðila hjá Fjallabyggð til þriggja ára í senn:

Björgunarsveitina Tind, sem annast flugeldasýningu á gamlárskvöld í Ólafsfirði.
Björgunarsveitina Stráka, sem annast flugeldasýningu á gamlárskvöld á Siglufirði.
Kiwanisklúbbinn Skjöld sem annast Þrettándabrennu og flugeldasýningu á Siglufirði 6. janúar ár hvert.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem annast tendrun jólatráa, jólasveina, jólaball á annan dag jóla, áramótabrennur á Ólafsfirði og Siglufirði og lýsingu ártals í Tindaöxl. Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, annast lýsingu í Hvanneyrarskál.

Lagt er til að samningar verði gerðir til 3ja ára.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin sem liggja fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við félögin.