Þátttaka barna á Farsældarþingi 2023

Málsnúmer 2307042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 798. fundur - 28.07.2023

Erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Farsældarþing 2023 verður haldið á Hilton Hóteli þann 4. september nk. og er börnum á aldrinum 12-17 ára boðin þátttaka í þinginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar falið að vinna málið áfram og ræða við nefndarfólk í Ungmennaráði um mögulega þátttöku þeirra.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 38. fundur - 29.09.2023

Kynning á ferð tveggja unglinga á Farsældarþing og sagt frá þinginu.
Lagt fram til kynningar
Farsældarþing 2023 var haldið í Hörpu 4. september sl. Ungmennum var boðið sérstaklega á þingið. Fjallabyggð átti tvo fulltrúa ungmenna á þinginu, Hönnu Valdísi Hólmarsdóttur og Víking Ólfjörð Daníelsson, ásamt frístundafulltrúa. Hanna Valdís og Víkingur sögðu fundarmönnum frá þinginu og hvernig þau upplifðu að sitja þingið.