Bæjarráð Fjallabyggðar

794. fundur 20. júní 2023 kl. 08:15 - 10:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála sat fundinn undir 1., 2. og 11. lið fundarins.
Deildarstjóri tæknideildar sat fundinn undir 1., 2., 8., 9., 10. og 13. lið fundarins.

1.Heimsóknir fræðslu- og frístundanefndar í stofnanir sviðsins.

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd hefur á síðustu mánuðum heimsótt allar stofnanir sveitarfélagsins sem heyra undir sviðið og nutu leiðsagnar forstöðumanna á hverjum stað fyrir sig. Tekin voru saman helstu atriði sem fram komu í heimsóknunum og vörðuðu flest þeirra viðhald.
Viktor Freyr Elísson formaður fræðslu- og frístundanefndar mætti ásamt Jakobi Kárasyni varaformanni fræðslu- og frístundanefndar og Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til þess að fara yfir athugasemdir sem teknar voru saman í vinnuskjali í kjölfar heimsóknar nefndarinnar í stofnanir á sviðinu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndarmönnum fræðslu- og frístundanefndar fyrir komuna á fundinn og tekur undir með nefndinni að þörf er á bragarbót þegar kemur að viðhaldi íþróttamannvirkja sveitarfélagsins. Sérstaklega Íþróttamiðstöðinni að Hvanneyrarbraut 52. Bæjarráð minnir á að tvisvar sinnum hefur verið reynt að bjóða verkefnið út en án árangurs. Nú er í skoðun valkostagreining varðandi mögulega staðsetningu viðbyggingar. Bæjarstjóra falið að þrýsta á að valkostagreiningunni verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024. Þá verði viðhaldsverkefni á Hvanneyrarbraut 52 sem eru óháð mögulegri stækkun húsnæðisins sett í forgang í haust og við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

2.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Lögð er fram tilboðsskrá, verklýsing ásamt teikningum og aðaluppdrætti vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Deildarstjóri tæknideildar óskar einnig eftir heimild til þess að bjóða út verkið.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferð á útboðsgögnum. Bæjarráð veitir deildarstjóra heimild til útboðs skv. minnisblaði.

3.Verkefni fjármála og stjórnsýsludeildar

Málsnúmer 2302062Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála fyrir yfirferðina.

4.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til maí 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir maí 2023. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 120.292.214,- eða 95,90% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 29 það sem af er árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Lagt fyrir rekstraryfirlit málaflokka fyrir janúar-maí 2023 ásamt rekstraryfirliti málaflokka fyrir fyrsta ársfjórðung 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Uppfærsla fornleifaskráningar í Hólsdal

Málsnúmer 2305047Vakta málsnúmer

Lagt er fram tilboð fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga vegna uppfærslu fornleifaskráningar í Hólsdal. Verkefnið tengist fyrirhugaðri veglínu og staðsetningu gangnamuna. Einnig lagður fram viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2023 þar sem fjárheimildir 09290-4391 eru auknar um kr. 1.850.000. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Byggðasafns Skagfirðinga um skráningu fornminja í Hólsdal vegna mögulegs vegstæðis Fljótaganga. Bæjarráð samþykkir einnig framlagðan viðauka nr. 9.

8.Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 1. áfangi

Málsnúmer 2306021Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Fjallabyggðar um fullnaðarhönnun og framkvæmd 1. áfanga göngu- og hjólreiðastígs í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.Ástandsmat á þjónustumiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2306022Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða ástandsskoðunar á þjónustumiðstöð Fjallabyggðar sem unnin var af verkfræðistofunni VSÓ.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Skýrsla VSÓ lögð fram til kynningar. Bæjarráð felur tæknideild að gera framkvæmdaáætlun þar sem brugðist er við niðurstöðum skýrslunnar. Bæjarráð telur mikilvægt í ljósi átaksins „Allt í drasli?“ að í sumar verði einblínt á verkefni sem bæta ásýnd húsnæðisins.

10.Ástandsskoðun á þaki sundlaugarinnar á Siglufirði

Málsnúmer 2306023Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða ástandsskoðunar á þaki sundlaugarinnar á Siglufirði sem unnin var af verkfræðistofunni VSÓ.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Skýrsla VSÓ lögð fram til kynningar. Bæjarráð felur tæknideild að gera framkvæmdaáætlun þar sem brugðist er við niðurstöðum skýrslunnar. Skýrslunni er vísað til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.

11.Skólastarf Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um vistunarpláss í Leikhólum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjórum tæknideildar og fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir yfirferðina. Bæjarráð felur deildarstjórum að vinna þarfagreiningu, tillögu og kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.

12.Mengunarvarnir Fjallabyggðarhafnar

Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um endurnýjun á uppsogspylsum.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir erindið og heimilar fyrir sitt leyti að nýjar sogpyslur verði keyptar.

13.Erindi frá Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi

Málsnúmer 2202037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá forsvarsmönnum Hins Norðlenzka Styrjufjelags vegna vatnsöflunar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi fyrir erindið og felur bæjarstjóra að boða forsvarsfólk félagsins á næsta fund bæjarráðs.

14.Athugasemdir við álit og leiðbeiningar SÍS til sveitarfélaga vegna ágangsfjár

Málsnúmer 2306025Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga sendi sveitarfélögum landsins minnisbréf dagsett þann 3. febrúar sl. sem hafði að markmiði að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast þeim vegna ágangs búfjár, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023
(DMR21080053).
Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár við umræddu minnisblaði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt sé að réttaróvissu um ágang búfjár sé eytt.

15.Beiðni um bann við stöðu bifreiða við ramp

Málsnúmer 2306028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sjóbjörgunarsveitarinnar Stráka þar sem óskað er eftir því að bannað verði að leggja bifreiðum við bátaramp við Síldarminjasafnið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að komið verði upp merkingum þar sem fram kemur að bifreiðastöður séu bannaðar á svæðinu. Svæðið er í dag skipulagt sem bátasýningarsvæði og athafnasvæði smábáta. Deildarstjóra tæknideildar falið að koma upp merkingum um að óheimilt sé að leggja bifreiðum á svæðinu.
Fylgiskjöl:

16.Líforkuver

Málsnúmer 2109046Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu vegna áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð undirriti viljayfirlýsingu um áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði.

17.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299

Málsnúmer 2306002FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 21 lið.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 6, 7, 8, 9 og 18.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 17.1 2303026 Þétting byggðar - deiliskipulag
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299 Nefndin þakkar fyrir minnisblaðið og óskar eftir að fram fari verðkönnun á fyrirliggjandi skipulagsvinnu og í framhaldinu verði málið sent áfram til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 17.3 2211032 Deiliskipulag kirkjugarðs við Saurbæjarás
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að tillögurnar verði auglýstar í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 17.6 2305030 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Norðurgata 4a Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299 Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við framlagt lóðarblað. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 17.7 2305029 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Aðalgata 16 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299 Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við framlagt lóðarblað. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 17.8 2305082 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Kirkjuvegur 17 Ólafsfjörður
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299 Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við framlagt lóðarblað. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 17.9 2305070 Umsókn um stækkun lóðar við Aðalgötu 21 Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299 Nefndin samþykkir stækkun lóðar í samræmi við framlagt lóðarblað. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 17.18 2305034 Tillaga að breytingu gjaldskrár og samþykkt frístundalóða í Fjallabyggð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299 Samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með þremur samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.