Athugasemdir við álit og leiðbeiningar SÍS til sveitarfélaga vegna ágangsfjár

Málsnúmer 2306025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 794. fundur - 20.06.2023

Samband íslenskra sveitarfélaga sendi sveitarfélögum landsins minnisbréf dagsett þann 3. febrúar sl. sem hafði að markmiði að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast þeim vegna ágangs búfjár, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023
(DMR21080053).
Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár við umræddu minnisblaði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt sé að réttaróvissu um ágang búfjár sé eytt.