Skólastarf Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306018

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 13.06.2023

Stjórnendur leikskólans fara yfir skipulag skólastarfs eftir sumarlokun og útlit næsta veturs.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Leikskólastjóri fór yfir nemendafjölda í Leikskóla Fjallabyggðar næsta vetur og með hvaða móti skólastarfið verður best fyrir komið í húsnæði skólans. Nokkur fjölgun nemenda er fyrirsjáanleg í leikskólanum næsta vetur svo útlit er fyrir að biðlisti myndist um áramót ef heldur sem horfir. Þrengslin verða þó mun meiri í Leikhólum. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka saman upplýsingar og mögulegar lausnir og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði. Ljóst er að húsnæði Leikhóla annar ekki væntum nemendafjölda og verði ekki brugðist við mun ekki verða hægt að veita öllum nemendum leikskólavistun við eins árs aldur frá næstu áramótum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 794. fundur - 20.06.2023

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um vistunarpláss í Leikhólum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjórum tæknideildar og fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir yfirferðina. Bæjarráð felur deildarstjórum að vinna þarfagreiningu, tillögu og kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 21.08.2023

Skólastjóri fer yfir starfið í byrjun nýs skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar. 107 nemendur eru nú skráðir í leikskólann og munu tólf nemendur bætast við í vetur. Samtals verða 119 nemendur í skólanum undir lok vetrar. Nú er 41 nemandi á Leikhólum og 66 nemendur á Leikskálum.
Búið er að ráða í allar stöður leikskólans.
Fjallabyggð styður starfsmenn Leikskóla Fjallabyggðar til náms í leikskólafræðum og eru fjórir starfsmenn í slíku námi.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 15.01.2024

Skólastjóri leikskólans er gestur fundarins og fer yfir starfið í ársbyrjun.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Kristín M. H. Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Skólastjóri fór yfir ýmis mál tengdu daglegu starfi skólans og hvernig það lítur út fram að vori. Skólastarf fer vel af stað á nýju ári. Skólastjóri kynnti hugmynd að merki leikskólans en það er sett saman m.a. úr teikningum nemenda.