Heimsóknir fræðslu- og frístundanefndar í stofnanir sviðsins.

Málsnúmer 2303004

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 123. fundur - 20.03.2023

Fræðslu- og frístundanefnd skoðaði húsnæði stofnana í Ólafsfirði, sem heyra undir nefndina. Farið var í heimsókn í Grunnskóla Fjallabyggðar, Leikskóla Fjallabyggðar og Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd skoðaði húsnæði grunnskólans við Tjarnarstíg Ólafsfirði undir leiðsögn Guðrúnar Unnsteinsdóttur deildarstjóra eldri deildar og staðgengils skólastjóra. Þá skoðaði nefndin húsnæði leikskólans við Ólafsveg í Ólafsfirði undir leiðsögn Olgu Gísladóttur skólastjóra leikskólans. Að lokum skoðaði nefndin húsnæði íþróttamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði undir leiðsögn Skarphéðins Þórssonar forstöðumanns.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar gestgjöfum kærlega fyrir góða leiðsögn, gagnlegar ábendingar og kynningu á húsnæði.
Sambærileg heimsókn verður í fræðslustofnanir og íþróttamiðstöð á Siglufirði eftir páska.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 27.03.2023

Farið yfir ábendingar og atriði sem komu fram í heimsóknum í stofnanir sviðsins síðastliðinn mánudag.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd áætlar að heimsækja þær stofnanir sviðsins sem staðsettar eru á Siglufirði eftir páska. Að þeirri heimsókn lokinni tekur nefndin saman greinargerð um heimsóknirnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 17.04.2023

Fræðslu- og frístundanefnd heimsækir stofnanir á Siglufirði sem undir sviðið heyra.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Fræðslu- og frístundanefnd heimsótti starfsstöð Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála og naut leiðsagnar leikskólastjórnenda, Olgu Gísladóttur og Kristínar Maríu Hlökk Karlsdóttur um starfsstöðina. Þá heimsótti nefndin starfsstöð Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar á Siglufirði og naut leiðsagnar Skarphéðins Þórssonar forstöðumanns um húsnæðið. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að taka saman punkta um heimsóknina fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 126. fundur - 08.05.2023

Fræðslu- og frístundanefnd heimsækir stofnanir sem heyra undir sviðið. Að þessu sinni er starfsstöð Grunnskóla Fjallabyggðar Siglufirði, heimsótt og skoðuð.
Fræðslu- og frístundanefnd skoðaði húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu Siglufirði, undir leiðsögn Erlu Gunnlaugsdóttur skólastjóra.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 13.06.2023

Fræðslu- og frístundanefnd fer yfir þær athugasemdir sem teknar voru saman í kjölfar heimsóknar nefndarinnar í stofnanir á sviðinu.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd hefur á síðustu mánuðum heimsótt allar stofnanir sveitarfélagsins sem heyra undir sviðið og nutu leiðsagnar forstöðumanna á hverjum stað fyrir sig. Tekin voru saman helstu atriði sem fram komu í heimsóknunum og vörðuðu flest þeirra viðhald. Fræðslu- og frístundanefnd telur húsnæði íþróttamiðstöðvar á Siglufirði í óviðunandi ástandi. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að koma á fund bæjarráðs og fylgja eftir niðurstöðum heimsókna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 794. fundur - 20.06.2023

Fræðslu- og frístundanefnd hefur á síðustu mánuðum heimsótt allar stofnanir sveitarfélagsins sem heyra undir sviðið og nutu leiðsagnar forstöðumanna á hverjum stað fyrir sig. Tekin voru saman helstu atriði sem fram komu í heimsóknunum og vörðuðu flest þeirra viðhald.
Viktor Freyr Elísson formaður fræðslu- og frístundanefndar mætti ásamt Jakobi Kárasyni varaformanni fræðslu- og frístundanefndar og Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til þess að fara yfir athugasemdir sem teknar voru saman í vinnuskjali í kjölfar heimsóknar nefndarinnar í stofnanir á sviðinu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndarmönnum fræðslu- og frístundanefndar fyrir komuna á fundinn og tekur undir með nefndinni að þörf er á bragarbót þegar kemur að viðhaldi íþróttamannvirkja sveitarfélagsins. Sérstaklega Íþróttamiðstöðinni að Hvanneyrarbraut 52. Bæjarráð minnir á að tvisvar sinnum hefur verið reynt að bjóða verkefnið út en án árangurs. Nú er í skoðun valkostagreining varðandi mögulega staðsetningu viðbyggingar. Bæjarstjóra falið að þrýsta á að valkostagreiningunni verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024. Þá verði viðhaldsverkefni á Hvanneyrarbraut 52 sem eru óháð mögulegri stækkun húsnæðisins sett í forgang í haust og við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 04.09.2023

Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að fá upplýsingar um það viðhald sem náðist að sinna við stofnanir sviðsins í sumar þ.e.a.s. íþróttamiðstöð og leik- og grunnskóla og hvaða viðhald sé áætlað á næstunni.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 02.10.2023

Farið yfir lista yfir það viðhald sem náðst hefur að framkvæma á árinu við stofnanir á sviðinu.
Lagt fram til kynningar
Lagður fram listi yfir það viðhald sem unnið hefur verið við stofnanir á sviðinu. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir samantektina.