Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210100

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 765. fundur - 01.11.2022

Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að körfubifreið verði hluti af fjárfestingum sveitarfélagsins á árinu 2022, en vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13.12.2022

Lagður fram viðauki 22 við fjárhagsáætlun 2022 vegna kaupa á körfubíl fyrir slökkvilið Fjallabyggðar, kr. 5.000.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 5.000.000. Bifreiðin verður eignfærð í Eignasjóði og viðaukanum verður mætt með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og hefur viðaukinn ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.