Frágangur á svæði vestan Óskarsbryggju

Málsnúmer 2208029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 755. fundur - 22.08.2022

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 16. ágúst 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Óskarsbryggja, Siglufirði - frágangur yfirborðs" mánudaginn 8. ágúst 2022.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf., kr. 14.998.960
Sölvi Sölvason, kr. 15.726.500
Kostnaðaráætlun kr. 10.870.500
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að lægsta tilboði, tilboði Bás ehf. verði tekið. Þá er deildarstjóra Stjórnsýslu og fjármála einnig falið að útbúa viðauka vegna umframkostnaðar og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 757. fundur - 06.09.2022

Lagður er fram til samþykktar viðauki nr. 17/2022 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022 vegna umframkostnaðar við verkefnið "Svæði vestan Óskarsbryggju" að fjárhæð kr. 4.128.460.-
Viðaukinn eignfærist á verkefnið og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 17/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 4.128.460,- vegna aukins kostnaðar við frágang á svæði vestan Óskarsbryggju, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.