Ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi

Málsnúmer 2208043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 755. fundur - 22.08.2022

Lögð er fram styrkbeiðni Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar, dags. 18.08.2022, þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda Fjallabyggðar við kaup á nýju björgunarskipi.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Björgunarbátasjóði Siglufjarðar fyrir erindið. Bæjarstjóra er falið að boða forsvarsmann Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 757. fundur - 06.09.2022

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Magnús Magnússon mættu á fund bæjarráðs kl. 08:15.
Þeir yfirgáfu fundinn kl. 09:00
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Kolbeini og Magnúsi fyrir greinargott erindi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við Kolbein og Magnús og kalla eftir frekari gögnum. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 774. fundur - 03.01.2023

Lagður fram samningur milli Fjallabyggðar og Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar um fjármögnun á nýju björgunarskipi fyrir Siglufjörð.
Samkomulaginu er ætlað að tryggja fjármögnun á nýju björgunarskipi á Siglufirði sem mun koma í stað björgunarskipsins Sigurvins sem nú er orðið 34 ára gamalt. Starfssvæði nýja Sigurvins mun ná frá Tjörnesi í austri til Skagatáar í vestri.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.