Bæjarráð Fjallabyggðar

754. fundur 15. ágúst 2022 kl. 16:00 - 17:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2208013Vakta málsnúmer

Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók.
Visað til afgreiðslu starfsmanns

2.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um breytingu á erindisbréfi fræðslu- og frístundanefndar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar framkomið erindi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og felur bæjarstjóra og deildarstjórum að koma með tillögur að breytingum á erindisbréfum nefnda á vegum sveitarfélagsins.

3.Erindi um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun bæjarráðs frá 8. ágúst sl. þá hefur deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála útfært viðaukabeiðnina.

Viðauki nr. 16 við fjárhagsáætlun 2022 þar sem áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu er kr. 1.000.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 16/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.000.000,- vegna skipulagsvinnu við athafnasvæði Ólafsfirði, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til júlí 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 767.487.559,- eða 99,91% af tímabilsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar

5.Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórn og veiðivernd

Málsnúmer 2007044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Leyningsás ses frá 20.05.2017, Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórnun og veiðivernd, umsögn bæjarstjóra frá 19.06.2017 ásamt bréfi til Fiskistofu frá 14.12.2017 með samþykktum frá 504., 506. og 644. fundi bæjarráðs og samþykktum 148. og 191. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að óska eftir umsögn frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf. sem sáu um eftirlit með veiðistjórn og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá frá samþykkt þar um sem gilti til þriggja ára.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð ítrekar óskir sínar um umsagnir og felur bæjarstjóra að hafa samband við forsvarsmenn Stangveiðifélags Siglufjarðar og Valló ehf. og kalla eftir umsögn þeirra um þann samning sem gilt hefur um veiðistjórn og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá.

6.Erindi vegna starfsaðstöðu starfsmanns SSNE í Ólafsfirði

Málsnúmer 2208016Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) þar sem óskað er eftir því að færa starfsaðstöðu starfsmanns SSNE í Ólafsfirði þannig að hún verði í Tröllaskagasetri í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) í stað Ólafsvegar 4.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við beiðni SSNE og felur bæjarstjóra að afgreiða málið.

Helgi Jóhannsson aðalmaður H-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Núna rétt um ári eftir að SSNE opnaði stafsstöð að Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði er það ósk starfsmannsins að flytja stafsstöðina í MTR þar sem er lifandi vinnusamfélag og um leið mikilvæg tenging við samfélagið. Undirritaður gerir ekki athugasemd við beiðnina og telur hana skiljanlega. Eins ánægjulegt og mikilvægt það er að hafa starfsstöð SSNE á svæðinu þá mistókst sveitarfélaginu að skapa þá umgjörð sem þurfti til að byggja undir þessa starfsemi að Ólafsvegi 4. Þessu hafði undirritaður varað við frá upphafi og er nú að raungerast með þessum flutningi. Ég vona að Fjallabyggð skoði nú í alvöru möguleika á samvinnu við MTR um hugmyndir að Tröllaskagasetri sem skólinn hafði frumkvæði að í nóvember 2021.

7.Lokun þjónustustöðvar Olís í Ólafsfirði

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Á 749. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir fundi með forsvarsmönnum Olís vegna ákvörðunar félagsins um að loka þjónustustöð Olís í Ólafsfirði.
Samþykkt
Á fund bæjarráðs mætti Frosti Ólafsson f.h. Olís. Bæjarráð þakkar Frosta fyrir komuna og þær upplýsingar sem komu fram á fundinum.
Bæjarráð ítrekar óánægju sína með lokun þjónustustöðvar Olís í Ólafsfirði og hvetur Olís til þess að flýta eftir fremsta megni að koma á samstarfi við áhugasama aðila um rekstur stöðvarinnar og leggja sitt af mörkum svo að skerðingu þjónustu sé haldið í lágmarki.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2206010Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:15.