Lokun þjónustustöðvar Olís í Ólafsfirði

Málsnúmer 2207005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 04.07.2022

Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að Olís hafi ákveðið að loka þjónstustöð félagsins í Ólafsfirði.

Bæjarráð höfðar til samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir fundi með forsvarsmönnum Olís.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 754. fundur - 15.08.2022

Á 749. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir fundi með forsvarsmönnum Olís vegna ákvörðunar félagsins um að loka þjónustustöð Olís í Ólafsfirði.
Samþykkt
Á fund bæjarráðs mætti Frosti Ólafsson f.h. Olís. Bæjarráð þakkar Frosta fyrir komuna og þær upplýsingar sem komu fram á fundinum.
Bæjarráð ítrekar óánægju sína með lokun þjónustustöðvar Olís í Ólafsfirði og hvetur Olís til þess að flýta eftir fremsta megni að koma á samstarfi við áhugasama aðila um rekstur stöðvarinnar og leggja sitt af mörkum svo að skerðingu þjónustu sé haldið í lágmarki.