Erindi vegna starfsaðstöðu starfsmanns SSNE í Ólafsfirði

Málsnúmer 2208016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 754. fundur - 15.08.2022

Lagt er fram erindi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) þar sem óskað er eftir því að færa starfsaðstöðu starfsmanns SSNE í Ólafsfirði þannig að hún verði í Tröllaskagasetri í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) í stað Ólafsvegar 4.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við beiðni SSNE og felur bæjarstjóra að afgreiða málið.

Helgi Jóhannsson aðalmaður H-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Núna rétt um ári eftir að SSNE opnaði stafsstöð að Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði er það ósk starfsmannsins að flytja stafsstöðina í MTR þar sem er lifandi vinnusamfélag og um leið mikilvæg tenging við samfélagið. Undirritaður gerir ekki athugasemd við beiðnina og telur hana skiljanlega. Eins ánægjulegt og mikilvægt það er að hafa starfsstöð SSNE á svæðinu þá mistókst sveitarfélaginu að skapa þá umgjörð sem þurfti til að byggja undir þessa starfsemi að Ólafsvegi 4. Þessu hafði undirritaður varað við frá upphafi og er nú að raungerast með þessum flutningi. Ég vona að Fjallabyggð skoði nú í alvöru möguleika á samvinnu við MTR um hugmyndir að Tröllaskagasetri sem skólinn hafði frumkvæði að í nóvember 2021.