Bæjarráð Fjallabyggðar

752. fundur 18. júlí 2022 kl. 16:00 - 17:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Heimild til útboðs

Málsnúmer 2201005Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 11. júlí 2022, í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til að bjóða út gangstéttir 2022.

Í vinnuskjalinu kemur fram að gert er ráð fyrir endurnýjun og uppbyggingu gangstétta fyrir 40 mkr. á árinu 2022.


Samþykkt
Bæjarráð þakka deildarstjóra fyrir framlagt minnisblað.

Bæjarráð samþykkir að bjóða út gangstéttar við Ægisgötu, milli Aðalgötu og Ólafsvegar og Ólafsveg frá gatnamótum Ægisgötu vestur að Aðalgötu.

Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 750. fundi bæjarráðs þar sem óskað var eftir kostnaðarmati vegna gangstéttar við Ægisgötu sem tengist gangstétt sem liggur við Strandgötu (um 220m) verði kostnaðarmetin.

2.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda vegna janúar til júní 2022.
Lagt fram til kynningar

3.Endurnýjun á bifreið sambýlisins

Málsnúmer 2111072Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar dags. 14. júlí 2022 þar sem lagt er til að keyptur verði nýr bíll af gerðinni VW Carevelle fyrir íbúarkjarnann að Lindargötu.

Deildarstjóri félagsmáladeildar óskar eftir að bæjarráð veiti heimild fyrir bifreiðarkaupunum að fjárhæð kr. 14.190.000.-
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir framkomið minnisblað og veitir fyrir sitt leyti heimild til kaupa á bifreið fyrir Sambýlið.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að útbúa viðauka fyrir fjárfestingunni og setja fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Bifreið fyrir áhaldahús

Málsnúmer 2207030Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 15. júlí 2022 varðandi ósk bæjarverkstjóra um að endurnýja bifreið fyrir áhaldahús, þar sem eldri bifreið hefur lagt upp laupana.

Óskað er eftir heimild allt að upphæð kr. 7 millj.kr. án vsk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að samþykkja kaup á bifreið fyrir áhaldahús og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að útfæra viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

5.Erindi um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Erindi frestað.
Afgreiðslu frestað

6.Ósk um styrk vegna barnadagskrár á Síldarævintýri 2022

Málsnúmer 2207018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Daníel Pétri Baldurssyni, dags. 11. júlí 2022 f.h. Síldarævintýris þar sem sótt er um pop-up styrk fyrir barnadagskrá um Síldarævintýris helgina að fjárhæð kr. 500.000.-

Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 350.000.- styrk í pop-up viðburði fyrir barnadagskrá um Síldarævintýris helgina sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir og að greiða út styrkinn að uppfylltum skilyrðum.

Bæjarráð hvetur forsvarsmenn Síldarævintýrisins að sækja um styrki á auglýstum tíma við gerð fjárhagsáætlunar á haustin.

7.Óskað umsagnar Fjallabyggðar

Málsnúmer 2207020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Innviðaráðuneytinu dags. 12. júlí 2022 þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytinu hafi borist ábending um meinta ólögmæta stjórnsýslu sveitarfélagsins Fjallabyggðar vegna úthlutunar á dúntekju í bæjarlandi Siglufjarðar.

Er hér með óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um framangreind atriði málsins auk annara upplýsinga um meðferð og aðdraganda málsins á grundvelli 113. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Skulu umbeðnar upplýsingar hafa borist ráðuneytinu rafrænt, eigi síðar en 15. ágúst nk. af þeim fengnum mun ráðuneytið taka afstöðu til þess hvort málið gefi tilefni til frekari skoðunar af hálfu þess á grundvelli 109. gr. og 112. gr. sveitarstjórnarlaga.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá lögmanni sveitarfélagsins og að hún verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.

8.Samstarf um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2207025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Önnu G. Björnsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 12. júlí 2022 sem er til sveitarfélaga sem voru þátttakendur í stuðningsverkefni um innleiðingu heimsmarkmiða í sveitarfélögum frá hausti 2021 til vors 2022.

Sambandið vill nú kanna áhuga þátttöku sveitarfélaganna á að halda áfram samstarfi um innleiðingu heimsmarkmiðana og vill sambandið bjóða fulltrúum þessara sveitarfélaga, ekki síst nýkjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum þeirra, til upplýsinga- og samráðsfundar á TEAMS 31. ágúst þar sem farið verður yfir framgang og stöðu innleiðingar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa í sveitarstjórn til að skrá sig á fundinn 31. ágúst nk. og óskar eftir umsögn frá markaðs- og menningarfulltrúa um stöðu verkefnisins.

9.Endurskipulagning sýslumannsembætta

Málsnúmer 2203056Vakta málsnúmer

Á 736. fundi bæjarráðs þann 31. mars sl. var lagt fram bréf Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra dags. 21. mars 2022 varðandi fyrirhugaða endurskipulagningu sýslumannsembætta. Í bréfinu er reifuð sjónarmið ráðherra er snúa að fyrrgreindri endurskipulagningu og þær miklu breytingar og tækifæri sem miklar framfarir í stafrænni þjónustu hafa í för með sér. Einnig er í bréfinu skýrt tekið fram að markmið þeirra aðgerða sem boðaðar eru sé ekki að færa núverandi starfsemi undir eitt þak á höfuðborgarsvæðinu, markmiðið sé þvert á móti að efla núverandi starfsemi og styrkja starfstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 31. mars sl.

Bæjarráð þakkar greinargott bréf ráðherra og fagnar þeim áherslum sem fram koma í bréfinu og varða þau fjölmörgu tækifæri sem felast í stafrænni þróun og miklum framförum í tækni sem auðveldar staðsetningu starfa óháð staðsetningu höfuðstöðva stofnunar eða ráðuneytis. Bæjarráð hvetur ráðherra eindregið til að halda áfram á þeirri braut að nýta þau tækifæri bæði til að bæta þjónustu við almenning og eflingar starfstöðva á landsbyggðinni, og þar með skjóta styrkari stoðum undir blómlega byggð í landinu öllu. Að því sögðu vill bæjarráð koma á framfæri efasemdum um fækkun sýslumannsembætta úr níu í eitt og beina því til ráðherra að skoða hvort ekki væri ráð að hafa að lágmarki eitt embætti í hverjum landsfjórðungi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samráðsgátt í samræmi við bókunina og umfjöllunina á fundinum.

10.Erindi sent fyrir hönd Skipulagsdeildar Vegagerðarinnar

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Ernu Báru Hreinsdóttur f.h. Vegagerðarinnar dags. 12. júlí 2022 þar sem Vegagerðin vill minna á mikilvægi samráðs á skipulagsstigi vegna samgangna.

Einnig er bent á leiðbeiningar sem heita Vegir og Skipulag og er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Vegagerðinni erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni í haust.

Fundi slitið - kl. 17:15.